Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 19
TÍMARIT MÁLS OG MEXNIN’GAR
13
festu hér á landi. Ber þar fvrst til, að íslenzkur alþing-
ismaður er tekinn höndum, meðan Alþingi situr á rök-
stólum, og fluttur utan, af erlendu valdi, en samkvæmt
ákvæðum stjórnarskrárinnar njóta alþingismenn sér-
stakrar friðhelgi, meðan þing situr. — Þess má vænta,
að Alþingi láti sig mál þetta miklu skipta, með því að
mjög heggur það nærri virðingu þess og hagsmunum,
og að sjálfsögðu verður ríkisstjórnin að krefjast leið-
réttingar og fullrar uppreistar lil handa sér og Alþingi
■\egna tiltækis þessa. Forysta í málinu hlýtur fyrst og
fremst að verða í höndum þessara aðila, en fyrir hlöð
og allan almenning hefur þetta stórfellda réttarskerð-
ingu í för með sér, þannig, að í rauninni er ekki um
„frelsi Islands" — óskert — lengur að ræða, og hegg-
ur þá sá, er hlífa skyldi. Gagnvart slíkum athöfnum
verður þing og stjórn, sem og þjóðin öll, — án tillits
til stjórnmálaskoðana, — að standa saman i einörðum
kröfum. ..“ Alþingi hélt strax lokaðan fund um mál-
ið og samþykkti einróma með 41 alkvæði (það vakti
athvgli, að tveir þingmenn, þeir Ólafur Thors og Jónas
Jónsson, skutu sér undan að greiða atkvæði) svofelldmót-
mæli: „Um leið og það er vitað, að rikisstjórnin mót-
mæli við brezk stjórnaryfirvöld hinni nýju handtöku
og brottflutningi íslenzkra þegna og hanni á útkomu
islenzks daghlaðs, ályktar Alþingi að leggja fvrir ríkis-
stjórnina að hera fram sérstaklega eindregin mótmæli
Alþingis gegn handtöku og brottflutningi islenzks al-
þingismanns og vitna í því efni til verndar þeirrar, er
alþingismenn njóta samkvæmt stjórnarskránni.“ Morg-
unhlaðið tók undir þessa samþvkkt Alþingis í forj'stu-
grein daginn eftir (29. apríl) með þessum orðum: „Al-
þingi hefur þegar mótmælt. Ríkisstjórnin ætlar að mót-
mæla. Öll þjóðin mótmælir“. (Leturhrevting mín. Kr.
E. A.). Héldu dagblöðin síðan áfram að skrifa um mál-
ið næstu daga. Árni Jónsson frá Múla ritaði í Vísi hverja
forystugreinina eftir aðra af fullri einurð við Breta, og