Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 20
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hefur hann með djarfri framkomu sinni í þessu máli unnið sér virðingu hvers þjóðrækins Islendings. Vil ég tilfæra hér kafla úr grein lians, „Sambúðin við Breta“ (Vísir, 29. apríl): „. . . .Það er voldugasta ej'þjóð heims- ins og sú smæsta, sem hér hafa fyrir rás viðburðanna lent í samhýli á heimili hinnar síðarnefndu. Látum ekki Breta, sem unna eylandi sinu og fórna hlóði sínu fyrir það, gleyma því, að við eigum þetta land eins og þeir sitt, og við unnum þessu landi eins og þeir sínu. Látum þá lieldur ekki gleyma því, að engin þjóð, hversu vin- veitt sem hún kann að vera okkur, getur verið okkur aufúsugestur, þegar hún sezt að sem yfirþjóð í okkar eigin landi. Látum þá minnast þess, að á þeirri stundu, er þeir komu hingað, stóðum við í fyrsta sinn um marg- ar aldir alveg á okkar eigin fótum og vorum stað- ráðnir í því að lialda því áfram um alla framtíð. Lát- um þá loks minnast þess, að rétturinn til yfirráða á þessu landi er allur okkar megin. Þeir hafa ekkert fyrir sig að bera, nema þá nauðsyn, er brýtur lög. — Vel má vera, að Bretum komi á óvart þau ummæli, sem fram eru borin út af hinum síðustu athurðum. En þeim er óhætt að trúa, að á bak við þau mótmæli stendur liugur allra sannra Islendinga. Ef þeim er nokkur hug- ur á að efla vinsamlega samliúð þjóðanna, verða þeir tafarlaust að hæta fyrir þann yfirgang, sem hér liefur verið í frammi hafður. Við liöfum sýnt, að við óskum ekki að halda hlífiskildi yfir þeim, sem hrjóta af sér i sambúðinni. Það er okkar að dæma slíka menn. — Og það munu Bretar, sem virða arfhelgi öllum þjóð- um fremur, viðurkenna, að þegar ráðizt er inn á sjálft Alþingi er virðingu Islendinga misboðið. Við eigum ekki háreist hús frá umliðnum öldum. En við eigum löggjafarsamkomu, sem er meira en þúsund ára gömul. Þá stofnun leyfum við ekki að óvirða. Það er alveg sama, hvort þingmaðurinn heitir Einar Olgeirsson, Her- mann Jónasson eða Ólafur Thors, alveg sama, hvaða

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.