Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 24
Steinn Steinarr:
Hin mikla gjöf —
Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt
og mannleg ránshönd seint fær komizt að,
er vitund þess að verða aldrei neitt.
Mín vinnulaun og sigurgleði er það.
Margt getur skeð, og nú er heimsstríð háð,
og hönd hvers manns er kreppt um stál og hlý.
En eitt er til, sem ei með vopni er náð,
þótt allra landa herir sæki að því.
Það stendur af sér allra veðra gný
í annarlegri þrjózku, veilt og hálft,
með ólán sitt og afglöp forn og ný: i
hinn einskisverði maður, lífið sjálft.
leita
Ég leita þín, þú leitar annars manns,
og loksins týnist okkar beggja þrá
í órafjarlægð út í dægrin grá
og eygir hvergi veg til sama lands.
ó, þú og ég, sem höfum aldrei hitzt,
mitt hjarta er þreytt á því, sem var og er,
ég, sem þú ekki þráðir, hlotnast þér,
þig, sem ég gat ei fengið, hef ég misst.