Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 36
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNIN'GAR; heilagleik. Áður liöfðu mér borizt þráföld heimboð frá konunginum yfir Suðrinu og konunginum vfir Norðr- inu og öðrum konungum, en livergi farið. En ekki liafa mér fyrr borizt í hendur tilmælin frá Hásæti Drekans en ég tjái mig fúsan að gegna kallinu. Þjóðir Kína- veldis liafa ekki siður en villiþjóðirnar viðurkennt yf- irráð stórkansins. Þegar mér barst skjalið datt mér að visu fvrst í hug að hverl'a lengra upp lil fjalla, eða flýja út í eyjar, en þegar ég hugsaði mig betur um ákvað ég' að láta hvorki frost né regn, hvirfilbylji né sandstorma, aftra mér frá þvi að ganga fvrir drottin heimsins.“ Þess getur í bókum, að þegar leiðangur Han-Lós var kominn vfir landamæri Kínaveldis á austurleið, skildi hann úlfaldana eftir og bauð að sér skvldu fengnir tvö hundruð vagnar lianda liði sínu. Menn spurðu hvar sem hann fór: „Hver ert þú, fæddur af kínverskri konu, sem ferð- ast um þetta land í tvö hundruð vögnum á nevðar- tímum, þegar þjóð þín hefur verið sigruð í stríði og gerð að berfættum flökkulýð í landi sinu?“ Hann sagði: „Eg em Han-Ló, hirðmaður Drekans og ráðgjafi stórkansins.“ Þeir sögðu: „Hverja nafngift verðskuldar landsmað- ur vor, ef hann gengur erinda Drekans sem eytt liefur l)yggðir vorar, brotið borgir vorar, mvrt fólk vort og undirokað Kínaveldi?" Þá svaraði Han-Ló: „Kínaveldi hefur liaft þúsund konunga, tvö þúsund keisara og þrjú þúsund harðstjóra. En sá einn getur orðið sigurvegari Kínaveldis, sem skilur levndardóm þess.“ Brottferð Sing-Sing-Hós dróst um eitt ár því meist- arinn varð að ráðstafa mörgum hlutum í ýmsum átt- um áður en hann lagði af stað, en áhrifavaldi lians

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.