Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 37
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 31 Iilíttu allir vinir og lærisveinar liins Eina um gervallt Kínaveldi, norðan ríkis og sunnan. Og enginn vissi hvort hinn lirumi öldungur, sem aldrei hafði áður farið í ferðalag, ætti afturkvæmt úr för þessari til endimarka lieimsins. Á þeim misserum hrenndi Temúdjin frægustu giæsihorg Austurlanda, Búkliöru, heimkynni skraut- vefnaðarins og bóklistarinnar, ásamt liinu óhætanlega hókasafni liennar með tólf þúsundir bóka, og lagði Samarkand í auðn, en þar voru bjartastar hallir og fegurstir garðar í Asíu. Um tíma var útlit á að fund- um meistarans og stórkansins mundi hera saman á rústum Samarkands, og hauð ráðgjafinn Iian-Ló að þangað skyldi stefnt förinni. Svo er sagt í riti því er einn lærisveina meistarans hefur sett saman um þessa för, að lestin hafi aðeins verið komin fáar dagleiðir í vestur frá Sjan-Tung þeg- ar svo har til í einum náttstað, að þar var fyrir glað- vært lið, komið frá höfuðborginni, fólf ungar meyjar úr kvennabúrum Kinsæs, með söngpípur, í fylgd geld- inga, þjónustukvenna og mongólskra liermanna. Hinn aldni þulur haðst þess að mega ganga snemma til rekkju í kvrruin stað. En hve undrandi urðu ekki lærisvein- arnir og hinir alvörugefnu fvlgjarar hans að morgni er þeir voru stignir i vagna sína, þegar ómur af liljóð- pípu og langdregin augnaráð vildu ekki framar vfir- gefa þá: hinn glaðlvndi hópur frá kvöldinu á undan slóst í förina. En þegar þessi ósanrstæða lest liafði ekið í samreið lengi dags, lét meistarinn Sing-Sing-Hó kalla fyrir sig foringja leiðangursins, ráðgjafann Han-Ló, og tók svo til orða: „Hver em eg að þetta föruneyti skuli uppáfalla mig og hina kyrrlátu fvlgjara mína?“ Þá svaraði ráðgjafinn Han-Ló: „Þær eiga söniu leið og við.“ Þá sagði meistarinn Sing-Sing-Hó:

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.