Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 39
TÍMARIT MÁLS OG MEN'XINGAR
33
Han-Ló liafði uin skeið gert ráð fyrir að funduni
meistarans og stórkansins gæti liorið saman í Samar-
kandi, en þegar þangað kom voru hinar björtu liallir
í rústum og hinir heimsfrægu garðar Samarkands i
flagi, en stórkaninn á hak og burt, ásamt hinum ósigr-
andi hersveitum Drekans, handan við fjöll Afganist-
ans að elta konunginn Elal, óvin sinn, og' hrjóta undir
sig lönd hans.
Meistaranum Sing-Sing-Hó var fengið til umráða það
sem eftir var af höll einni svo hann gæti hvílt sig eftir
volkið í sandbyljum evðimerkurinnar og frosthríðum
liáfjallanna. Það kvakaði enginn fugl í Samarkandi og
ekkert blóm var á lífi í þeim görðum sem fyrir
skemmstu höfðu verið fegurstir í lieimi. En í landinu
umhverfis ríkti hungursnevð og á morgnana lágu úti
fvrir dyrum meistarans lík af hungurmorða konum og
börnum sem höfðu hallað sér upp að múrnum í nætur-
kyljunni til að devja, og á næturnar bar rauða loga
við himin úti við sjónliring þar sem ræningjar kyntu
elda sína. Eftir nokkurra mánaða hvíld hélt meistar-
inn enn af stað og létta nú eigi ferð sinni fyrr en þeir
koma til herhúða stórkansins.
Þegar liinn lotni þulur með hrukkóttu hókfellshúð-
ina undir silfurhærunum var leiddur í tjald kansins,
stóð Temúdjin upp af dúkskreyttum hápalli húðar sinn-
ar, gekk á móti gesti sínum, faðmaði liann að sér og
mælti:
„Heilagi maður,þú sem kominn ert til mín um lang-
an veg! Þekkirðu töframeðal ódauðleikans?“
Gesturinn leit fjarlendum öldungsaugum sinuni á
drottin lieimsins, hrosti og mælti:
„Sá sem er ekki sterkur mun lifa lengi.“
„Voldugur sigurvegari liefur leitt heiminn undir eitt
jasak,“ sagði stórkaninn. „En hvar er töframeðalið, sem
geri þann konung langlífan í friði, sem var ósæran-
legur í stríði?“