Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 35 „Nýfæddur kálfur, aðeins kominn á spena, er líkur vini liins Eina,“ sagði meistarinn. „Dýrið Ivistúan skipaði mér að fara eigi með her á hendur Indum, heldur snúa lieim. Hvert mark er að slíku dýri?“ spurði kaninn. „Leiðir Alvaldsins liggja lieim.“ „Hafa þá hersveitir mínar ekki ærið afl til að sigra Indíalönd?“ Meistarinn svaraði: „Sá sem treystir liðsafla sínum mun ekki sigra. Hið mjúka sigrar hið harða og hið sterka fellur fyrir hinu veika. I hjólnöfinni samein- ast þrjátíu pílárar, en væri það ekki fyrir öxulgatið stæði vagninn kyrr. Konan sigrar manninn með því að láta undan. Það er Vegur hins Eina að berjast ekki, en eiga þó vald á öllu. Það kallar ekki, en samt koma menn þangað. Ef konungurinn gæti varðveitt það, mundu allir lilutir snúast til fvlgis við hann; einnig Indíalönd.“ „Þegar ég drap fyrsta óvin minn, var það til að hjarga lífi mínu,“ sagði kaninn. „Nú hef ég bráðum tortímt öllum óvinum mínum. Ef hið Eina er sigur- sælla en konungarnir, mun það þá ekki vilja tortíma mér, stórkaninum, eins og ég hef tortimt konungum.“ „Hið Eina þekkir ekki stríð, og mun ekki tortíma neinum. Það starfar bliðlega og án erfiðismuna. Sum- ir hafa nefnt það Móðurskautið.“ „Hefði ég ekki farið með ófriði,“ sagði kaninn þá og reis upp í sæti sinu, „mundi liönd Austra aldrei hafa verið lögð í hönd Vestra. Ég hef slitið ótal veika þræði til að binda aftur með kaðli. Áður liafði heim- urinn ekkert sameiginlegt jasak, lieldur voru mörg ríki og margar þjóðir í heiminum. Leiðin milli austurs og vesturs var lokuð af tollheimtumönnum smákon- unga eða ránsflokkum gresjunnar. Nú getur sjö ára barn gengið óáreitt með gullpening i útréttum lófa sín- um úr landi morgunroðans til þeirra landa þar sem sól- 3*

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.