Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 39 nnni gegn Tangútum. Þegar stórkaninum var sögð þessi ákvörðun, stejúti liann hnefana i hvílu sinni, og sagði að engri atlögu skyldi á frest skotið meðan hann lifði, og skyldu Tangútar ekki ganga upp í þeirri dul, að liann, Temúdjín, stórkaninn, sem liafði brotið undir sig Persa, Araba, Tju'ki, Rússa, Kínverja og fjölda ann- arra stórþjóða heimsins, væri hræddur við mannfýlu þá, er nefndi sig konung Tangúta: bauð hann, að þeg- ar skyldi hlásið til atlögu, konungurinn drepinn, her hans allur höggvinn sem búsmali, ungir menn gerðir að þrælum, en meyjarnar lagðar i hvílu hjá sigur- vegurunum, og var þetta gert. Að því starfi loknu liélt her Drekans áfram sigurgöngu sinni með kaninn sjúkan. Kvöld nokkurt í tjaldstað, þegar rökkrið var að síga yfir gresjuna og kaninn átti skammt ólifað, gekk meist- arinn Sing-Sing-Hó að livílu lians, minntist við liann og mælti: „Sing-Sing-Hó, elztur og fátækastur af öllum villi- mönnum fjallanna, kom til Temúdjins konungs um langan veg að flytja honum boð frá liinu Eina, og hef- ur nú fvlgt þér um sinn. En bráðum skiljast vegir með drottni lieimsins og snauðasta villimanni fjallanna. Átt þú mér nokkuð ósagt að skilnaði?“ „Ekki,“ sagði Temúdjín. „En sá dýrgripur, sem þú veizt fegurstan í ríki stórkansins, skal vera þinn.“ „Ekki kýs ég mér dýrgripi,“ sagði meistarinn Sing- Sing-Hó. „En eins vildi ég mega biðjast af drottni heims- ins: í Ivínaveldi eru vinir hins Eina snauðastir manna, og verði þeir krafðir skatts, er vafamál, að þeir geti framar eignazt skyrtu. Nú vildi ég mega biðja þig þess áður við skiljum, að þú lýstir því fyrir mönnum, og létir gera um það bréf, að liinir snauðu vinir hins Eina, sem dreifðir eru um öll liin kínversku skattlönd þin, inættu vera því undanþegnir að greiða drottni heims- ins skatt, eða nokkrum öðrum konungi, meðan ætt Drekans ræður lieiminum."

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.