Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 46
40 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fám dögum síðar andaðist Temúdjín. Hann hafði vonað að hann bæri gæfu til að deyja heima, en varð eigi að þeirri ósk, heldur dó á leiðinni heim. Hinzta skipun stórkansins var sú að Hk lians skyldi flutt til átthaganna, en sérhver skepna sem þeir mættu á leið- inni týna lifi svo engin tiðindi af dauða hans bærust á undan sigurvegurunum. Síðan héldu hersveitir Drek- ans, likfylgd stórkansins, áfram ATir gresjuna. Hinir tveir synir kansins, Óguði og Túli, tóku við herstjórn- inni. Skipun kansins var stranglega fylgt og engu kviku þyrmt á leiðinni, livorki manni, dýri né fugli. A sigur- göngunni orti skáldið Næturþeyr þetta kvæði um stór- kaninn látinn: Fluggammur, hnituður hringa, hræsvelgur, eldgrimnir þjóSa, fiskörn i forsölum vinda, fólkstjóri, ó lofðungur heims: hófkyrktur foli ertu hnotinn, heysjúkur garðjálkur fallinn, — heim draga klótverar krumpnir korpnaðan belg. Skömmu siðar skildust leiðir með föruneyti meistar- ans Sing-Sing-Hós og hersveitum stórkansins. Meistar- inn Sing-Sing-Hó hélt áfram sem leið liggur austur í heim, til fjalla Sjan-Tungs, með þá tilskipun stórkans- ins í pússi sinum, að allir klerkar og lærisveinar liins Eina, og allar stofnanir, sem kenndar ern við hið Eina um gervallt Kinaveldi, skvldu ósnertanlegar og undan- þegnar skatti, en duft stórkansins var lagt til hvíldar i átthögum hans, hinum hæðóttu kjarrskógum í norðri, þar sem vatnið í ánum er kalt og tært og straumhljóð þeirra kátt eins og litlar hjöllur. (Laugarvatni, á páskum 1941).

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.