Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 47
Þorvaldur Skúlason:
Jón Stefánsson.
íslenzk mvndlist hefnr á örskömmum tíma náð mikl-
um þroska, er bendir til þess, að með þjóðinni l)úi
ólvíræðir hæfileikar í þeirri grein. Ef málara- og mynd-
höggvaralistin hefðu
fest rætur hér á landi
á sama tíma og forn-
bókmenntir vorar urðu
til, er ekki ótrúlegt, að
íslendingar liefðu lagt
menningunni til álit-
legan skerf, einnig á
því sviði.
En atvikin létu það
ráðast á annan veg.
Svo ung er þessi nýja
grein íslenzkrar menn-
ingar, að elztu núlif-
andi listmálarar þjóð-
arinnar áttu ekki einu
sinni kost á að sjá
málverk, áður en þeir
héldu utan til náms.
Þeir urðu að læra allt frá rótum, arfur frá forfeðrun-
um var þeim ekki til stuðnings á listamannsbrautinni.
Það er því undrunarvert og sýnir vel meðfæddar gáf-
ur þessara brautryðjenda islenzkrar mvndlistar, að þeir
komu allir heim með það veganesti, sem Iiollast gat orð-
ið þeim sjálfum og íslenzkri list í heild. Við getum
Jón Stefánsson.