Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 43 Til marks um áhrif skólans, má geta þess, að nær allir þeir menn, sem fremstir standa í list Norðurlanda síð- an um aldamót, sóttu hann og fengu þar þá undirstöðu, sem veitti þeim hæfni til að verða list þjóða sinna að gagni. í þessu andrúmslofti þroskaðist Jón Stefánsson vel og fljótt, enda sýna fyrstu verk hans, sem þekkt eru, óvenjulegan skilning og festu, samfara ágætum málara- hæfileikum. Frá þeim árum minnist maður bezt manna- inyndanna og uppstillinga með eplum og könnum. Hin- ar beztu þessara mynda eru tvímælalaust vitnisburður um það kjarnmesta, sem íslenzkir málarar hafa hing- að til gert á því sviði. Fegurð mannamynda Jóns ligg- ur ekki í smámunalegri útfærslu misjafnlega „fagurra“ andlita, lieldur í tiguleik formsins og næmum skilningi á því, hvernig koma á persónunni fyrir í rúmi mvnd- arinnar, þannig að áhorfendunum er gerð ljós hreyfing hennar og mannleg einkenni, án þess að farið sé út í nákvæmar eftirlíkingar. Jón Stefánsson sagði einhverju sinni við mig, að í aug- um hans væru ekki aðrar „stemningar“ í málverkum en þær, sem sköpuðust við rétta afstöðu hvers einstaks atriðis mvndarinnar til annars. Myndir hans eru allar gerðar með þetta fvrir augum, kraftur þeirra felst í lif- rænni byggingu, hnitmiðaðri skipun línu og lita, sem gef- ur jafnvel einföldustu verkefnum, svo sem könnum og eplum á borði, lífrænt og stundum dramatískt innihald. Sama grundvallarhugsun á líka sinn þátt í því, að lands- lagsmvndir hans eiga almennt gildi, eru jafn skiljan- legar útlendingum, sem ekki þekkja hér staðliætti, eins og okkur sjálfum. Áhorfendurnir þurfa ekki að vera gagnkunnugir ólíkum blæbrigðum landslagsins til þess að njóta þessara mynda, þeim er ekki nauðsvnlegt að vita, hvernig blærinn er á þessu fjallinu eða hinu, þeg- ar hann er á norðan, né hvernig hálsarnir líta út i sunn- anátt. í myndum Jóns Stefánssonar er íslenzkt lands-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.