Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 66
60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
því mjög fjarri, að eg líti einkanlega á liana frá þvi
sjónarmiði (sjá m. a. 42.—43. bls. í bóki minni). En
það er fleira matur en feitt kjöt og fleira einhvers virði
í lífinu en þekking og vísindi. Enginn maður, sem ann-
ars vegar viðurkennir bamingju og bins vegar takmarka-
lausa möguleika til persónulegs þroska sem verðmæti
i lífinu, getur afneitað gilcli alls trúarlífs, nema hann
forðist að kynna sér það. Og þó að það sé leiðinlegt,
að trúarlífi skuli oft vera samfara liæpnar frumspeki-
legar skoðanir, liaggar það ekki við því, að unnt sé að
meta að verðleikum ábrif þess á tilfinningalíf og vilja-
líf. Mér hefur aldrei til hugar komið, að þetta sé eina
leiðin til þroska og hamingju, en eg þekki næg örugg
dæmi þess, að það er ein leiðin, — og það er mér nóg
til þess að taka málstað þess, eins og nú er umhorfs.
í veröldinni.
. IV.
Björn Franzson hefur i niðurlagi Efnisheimsins brugð-
ið upp heillandi mynd af framtíð mannsins á næstu
árabilljón, og eg get ekki stillt mig um að vitna hér til
þess: „Hann verður þá ekki slíkur maður sem nú, held-
ur hafa farið fram nýjar, stórkostlegar stökkbreyting-
ar, fram verður komin ný tegund, sem að greind og:
glæsileik tekur nútímamanni eins mjög fram og hann
skriðkvikindum fornaldar, tegund, sem niyndað liefur
sér til dæmis eins fullkomin hugtök um tvíeðlishátt
ljóss og efnis og vér nú um ölduhrevfingu á vatni og
skilur eins skvnrænt það samband rúms og tima, sem
afstæðiskenningin sýnir fram á, og vér sjálfir samband
lengdar, breiddar og hæðar. Sú tegund mun fvrir löngu
liafa útrýmt allri kúgun manns á manni, öllu kynþátta-
hatri, allri fátækt, sjúkdómum og styrjöldum, skapað
með sér samfélag frelsis, jafnréttis og bræðralags, þar
sem vísindin dafna og listirnar blómgast. Ef til vill hef-
ur mannkvnið þá nuinið hinn mikla heim, sem virðist