Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
65
ekki, mundi eg telja fjölda manna góðu bættan, ef þeir
lærðu að sækjast eftir hinum dýrmætustu, jarðnesku
gæðum og velja skynsamlega úr þeim. Og þótt hann
á hinn hóginn telji þann möguleika annars lífs, sem eg
vil láta hann hafa hliðsjón af í þroskaleit sinni, ekki
visindalega staðreynd, get eg ekki efast um, að maður,
sem setur persónulegan þroska sem æðsta takmark
mannlífsins, muni þrátt fyrir allt taka vaxtarfrjóa hug-
hyggju fram yfir tilgangssnauða efnishyggju.
Aðalsteinn Sigmundsson:
Hernám barnshugans.
(Framsöguræða á fundi i Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík.
Kafli um starf félagsins að þessu máli er felldur aftan af).
Hernám lands vors gefur oss mörg og fjölbreytt efni
að Iiugsa um og ræða. Yér getum endalaust „verið að
spyrja og spá“ um það, hvað næstu dagar og næstu ár
færi oss af atburðum —* ógnum eða glaðningu. Vér get-
um spurt og spáð um það, hvert straumröst tímanna
beri oss ósjálfráða, hvað ófvrirsjáanleg framtíð gejuni
oss og hvað aðrar þjóðir, sem hafa hæði mannafla og
vopnaráð til að hevgja oss og kúga, geri við oss eða
neyði oss til að þola eða gera. En spurningar vorar um
þessi efni bíða svars, þar til sú framtíð, sem þær eiga
við, er orðin að nútíð. Spár vorar um þau skortir sann-
leiksgildi og vér fáum engu um þau ráðið. Langt er
þó frá, að með þessu sé sagt, að vér séum álirifalaus
um framtíð vora, einstaklingarnir og þjóðarheildin, eða
ráðum engu um gæfu vora og lánleysi. Vér ráðum, vit-
5