Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 6(i andi vits eða i blindni, tillagi sjálfra vor í þetta: Þeim lduta framtíðar vorrar, sem er ávöxtur eða afleiðing verka vorra eða vanrækslu. Þann hluta framtíðarinnar ættum vér að geta séð fyrir með meiri glöggskyggni en annað, og því glöggar, sem vér gerum oss ljósari þýð- ingu athafna vorra á vfirstandandi tíma. Og þetta er sá hluti ókominnar æfi vorrar og sögu og atburða fram- tiðarinnar, — ef til vill sá eini liluti þeirra — sem vafa- laust gagn er af, að vér spyrjum og spáum, hollaleggj- um, ræðum og rökhugsum um. Sá hluti framtíðarinnar, sem vér sköpum sjálf, hvert eitt og öll sameiginlega, með orðum vorum og athöfnum. Afleiðingin af nútíðar- lífi sjálfra vor. Það var með þessi sannindi í huga, sem mig lang- aði til að ræða við vður núverandi „ástand“ og hernám ýmissa mikilvægra liluta í landi voru. Öllum virðist koma saman um það, að hernámi lands vors fylgi mikil og margvisleg og alvarleg hætta, í bráð og lengd. Þessi hætta er oft nefnd, í blöðum og manna á meðal. En ég lief mjög litið orðið var við það, að gerð hafi verið grein fyrir, í hverju hættan liggur, live yfirgripsmikil hún er, að hverju leyti oss er sjálfrátt og fært að afstýra eða draga úr henni, og hvað af henni er stundar hætta og hvað frambúðar. Þetta er að vísu eðlilegt. Fvrst í stað var vissa vor um hættuna aðeins meðvitund og hughoð, án skilgreiningar og rökstudds mats. En nú höfum vér haft tíma til að átta oss, svo að nú ætti að fara að mega vænta hlutrænni orða og alhafna. Vér höfum getað melt með oss óvænta og ný- stárlega atburði og óvenjulegt ástand í landi voru. Vér ættum þvi að vera nokkru nær því en s.I. vor, að vera viðbúin að „leita gegn straumi sterklega“, í stað þess að „fljóta sofandi að feigðarósi“. Ég held, að lil frekari glöggvunar megi skipta þeirri hættu, sem vér vitum vofa yfir oss, i fjórar megindeild- ir: 1) Hætta, sem lífi voru og linuun og eignum vor-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.