Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 85
tímarit máls og mennixgar
79
— eins og skylda þeirra er. Lýgin gefur lionum stundum augna-
bliks ljóma í augum annarra fáráðlinga, og þá er hann sæli.
Hún verður honum til falls og vonbrigða, rænir hann þeim
tækifærum, sem hefðu getað ráðið lífi hans til meiri giftu, fær
hann til að fremja glæp i sannfæringunni um rétt mikilmenn-
isins til þess að traðka á mannlegu lögmáli. — En samt sem
áður, hún er honum allt: Konungsríki í örbirgð og allri hugs-
anlegri niðurlægingu, svo rótgróin og eðlileg, að hann jafnvel
heldur henni til streitu gagnvart Drottni á sjálfri dauðastund-
inni.
„Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæðum,
með gleraugu hann gekk á skíðum;
gæfuleysið féll að siðum“,
segir Bólu-Hjálmar. — Er það og verður sígild lýsing á Sölva
Helgasyni. Sólon Islandus andæfir hvergi þeirri lýsingu.
Líklega eru viðburðirnir í lífi Sölva Helgasonar ekki sagðir
nákvæmlega eins og þeir gerðust í raun og veru. En það skipt-
ir ekki máli. Davíð Stefánsson hefur ekki ætlað sér að semja
sagnfræðirit, heldur að skapa skáldverk, og það hefur tekizt svo
vel, að bók hans mun verða talin meðal veigamestu verka i nú-
tíðar-bókmenntum íslendinga. Verður að telja það ágætan ár-
angur, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að þetta er frum-
smíði skáldsins á vettvangi skáldsagnagerðar. Að visu mætti benda
á smágalla i meðferðinni, sem einmitt sýna, að þetta er frum-
smíð, jafnvægið ekki alls staðar fullkomið, lífsgremja Sölva kem-
ur oft fram, eins og höfundur vilji gefa sérstaka bendingu frá
sjálfum sér, sem er alger óþarfi, þvi hann fer þannig með efn-
ið að öðru leyti, að öllum bendingum er ofaukið. Einstöku orð
finnast líka í óvenjulegri merkingu, eins og t. d. orðið „mar-
bakki“ — annars er mál og stíll tilgerðarlaus. — En satt að
segja, svona útásetningar eru í raun og veru svo smásmuguleg-
ar, að þær hverfa í samanhurði við allt, sem segja mætti verk-
inu til maklegs lofs.
Eitt er vist: Bókin Sólon Islandus hefur selzt með afbrigðum
vel, svo að nú þegar er komin út önnur prentun hennar. Út af
fyrir sig þarf ]iað ekki að þýða það, að hér sé um afburðaverk
að ræða. En það sýnir greinilega, að hinar miklu vinsældir Da-
viðs sem Ijóðskálds ætla ekki að bregðast lionum sem skáldi í
óbundnu máli, og er það vel farið, þvi að rétt skilin, held ég,
að Sólon Islandus eigi mikið erindi til íslendinga einmitt nú.
F. Á. B.