Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 89
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
83
blaðafyndni, eins og „ærbödigst" og Bror Mika í Danmörku,
mættu öfundast yfir.
Því miður eru flestar fyrirsagnir kvæðanna villandi eða út í
hött, t. d. Svartlist, Lágmynd, Síesta, Mazurka eftir Chopin, og
þviumlíkt, hvað sem það á að þýða. H. K. L.
Sigurður Thorlacius: Um loftin blá. ísafoldarprentsmiðja
h.f. Reykjavík 1940.
Sigurður Thorlacius skólastjóri hefur með stuttu millibili sent
frá sér tvær bækur fyrir börn og unglinga. Fyrri bókin heitir
„Sumardagar“, en hin siðari „Um loftin blá“, og kom hún út fyr-
ir jólin i vetur. ísafoldarprentsmiðja li.f. er útgefandi beggja
bókanna. „Um loftin blá“ fjallar um fuglalíf í varplandi, og eru
aðalsöguhetjurnar æðarkollan Brúnkolla og blikinn Skjöldur.
Báðar þessar bækur eru nýjung í islenzkum barnabókmenntum,
einkum sakir tvenns, að mér virðist: Höfundur er gæddur eink-
ar næmri athyglisgáfu, bækurnar geta orðið börnunum leiðar-
visir til að skoða og spyrja náttúruna. Heillandi, fjörleg frásögn
helzt í hendur við glögga athugun á lifnaðarháttum dýranna og
á náttúrunni yfirleitt. Að hinu leytinu rjúfa þessi rit stefnu, sem
um of hefur gætt í íslenzkum barnabókmenntum, en hún er sú,
að barnabækur eigi að vera mjög fáskrúðugar að orðfæri. Þessí
stefna er næsta varhugaverð. Mál á barnabókum má vissulega
ekki miðast við þann orðaforða, sem börn hafa á takteinum:
Þau verða að Iæra við lestur þeirra ný orð og orðatiltæki. „Því
læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft“, segir gamall
málsháttur, og þessu mega höfundar, sem rita barnabækur, ekki
gleyma. í skemmtilegri frásögn þarf enginn að hika við að nota
þau orð, sem beinast liggja við. Orðfæri á barnabókum verður
að svala og örva Iöngun barna til að nema málið, auka orða-
forða þeirra og málskilning. Engan skyldi undra, þótt börn hafi
lítinn orðaforða, ef bækur, sem þeim eru ætlaðar til skemmt-
unar og fróðleiks, eru á mjög fáskrúðugu máli. — Höfundi um-
ræddra bóka er þetta auðsjáanlega ljóst, og væri vel farið, ef
aðrir, sem fyrir börn rita, færu að dæmi hans.
Símon Jóh. Ágústsson.
ÚTLENDAR BÆKUR:
Saga íslendinga í Vesturheimi. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
Fyrsta bindi. Reykjavík. Þjóðræknisfélag íslendinga
í Vesturheimi. 1940.
Það vakti ekki all-Iitla athygli í vetur, er menn lásu hér í
heimablöðum langar og ítarlegar skýrslur af tilraunum Vestur-
6*