Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 233 orðið sem skyldi, og þarf að minnsta kosti nokkurrar tamningar við. Okkur hættir ósjálfrátt til að hneigjast að hinu reglulega hljóm- falli skorðaðri hátta sem eyrað er vanast, enda má segja að hvort- tveggja hafi til síns ágætis nokkuð. En Heusler er ekki myrkur í máli fremur en hans er vandi. Honum þykja stuðlahættirnir hafa yfir sér tignarbrag og aðalsmót sem hina skorti. Hann, þessi mikli orðsnillingur á býzka tungu, finnur ekki önnur orð en íslenzk til að lýsa þeim mismuni þeirra er fyrir sér vaki. Stuðlahættirnir séu mikilmannlegir, hinir suðrænu rímhættir lítilmannlegir. Þessir „mikilmannlegu“ hættir eddukvæðanna eru íslenzkum skáldum ennþá tiltækir. En næmleiki okkar á sérkenni þeirra hef- ur, eins og getið var, ekki haldizt óspilltur með öllu. Við höfum lagt of mikla stund á sléttubönd og annan listiðnað orðsins, mestu andstæður fornháttanna sem hugsazt geta, þar sem hver samstafa má heita reyrð og njörvuð. Ef við berum saman aðdáun Heuslers á fornháttum og Einars Benediktssonar á sléttuböndum, sjáum við bezt hve gjörólíkum augum tveir stórgáfaðir menn geta litið á kveðskap. Fjaðurmagn stuðlanna, sjálf líftaug fornháttanna, hefur slaknað í höndum síðari tíma skálda. Það er t. d. föst regla í fornum skáld- skap að nafnorð eða lýsingarorð í fyrra risi línunnar hlýtur að bera stuðul. „//Ijóðs bið ek allar | Zielgar kindir“ segir skáldið, en t. d. „Hljóðs bið ek allar | ýta kindir“ væri að stuðla setningu til eins- dæmi í fornu kvæði. Ástæðan er auðvitað ekki sú, að fornskáld hafi lært þessa reglu málfræðilega og verið sérstaklega slyng að þekkja sundur parta ræðunnar, heldur að þau stuðluðu eftir til- sögn eyrans um þunga orðanna, og þá hlutu nafnorð og lýsingar- orð að verða atkvæðamest. Aftur á móti verður einatt misbrestur á þessu hjá skáldum síðari alda. Hér eru þrjú dæmi eftir Bjarna Thorarensen þar sem reglan er brotin: 1. norðljósa brúskur 2. mundu það er guðs hjör 3. og lúin bein bylgjar á hjálmi. er við hjarta þér kemur. að beði lagt hafa. Og Sveinbjörn Egilsson, mestur smekkmaður sinnar kynslóðar á íslenzkt orðfæri og bezt að sér í fornu máli, hefur til að stuðla jjannig (í þýðingu $inni á Odysseifskvæði):
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.