Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 131
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 305 Norrænt starf Gunnar Leijström og Jón Magnússon: ISLENZK- SÆNSK ORÐABÓK. — Bókaútgáfa sænsku sam- vinnufélaganna. Stokkhólmi 1943. Verð kr. 15.00, í bandi kr. 18.00. Það er sannkölluð örlagaglettni, að sú tunga, sem hinar sígildu bókmenntir Islendinga eru skráðar á, bókmenntir þær, sem öllu öðru fremur hafa vakið aðdáun á landinu meðal hinna Norðurlandaþjóðanna og valdið því, að það telst ómissanlegur hluti Norðurlanda, skuli nú vera þröskuldur í vegi menn- ingarsambands Islands við hin Norðurlöndin. Það er leitt, að svo skuli vera, því að menningarviðskiptin við frændþjóðirnar, sem Islendingar þurfa á að halda til þess að varðveita og þróa sjálfstæða norræna menningu, verða með þessu móti allt of einhliða: vér tökum á móti, en getum ekki gefið af því, sem vér eigum. Á undanförnum árum hefur oft mátt heyra Islandsvini í Skan- dínavíu spyrja með nokkrum óróleika, hvort Islendingar séu að slíta tengslin við frændþjóðirnar. Þessi óró ber vitni um áhuga á Islandi, og það er gleðiefni. En allt of oft gleymist það, að það er ekki eingöngu undir Islendingum komið, hvort böndin milli Islands og Skandinavíu verða treyst, þar þarf einnig til virkan áhuga af hálfu hinna þjóðanna, og sá áhugi má ekki beinast eingöngu að „sögueynni“. Þar verður að koma til vakandi áhugi á nútíma þjóðfélagi Islands með öllum vandamálum þess á sviði menningar-, fjár- og félagsmála. Menn verða að gera sér ljóst, að þetta litla samfélag 120.000 manna í landi, sem engan veginn drýpur af mjólk og hunangi, þarf að beita allri orku sinni til þess að halda svipuðum lífskjörum og aðrar Norðurlandaþjóðir og varð- veita jafnframt og þróa sjálfstæða norræna menningu. Það þarfnast hvatn- ingar frá stærri frændþjóðunum í viðleitni sinni að gæta þjóðlegra sérkenna, og þar er fyrst og fremst um að ræða íslenzka tungu. Með engu móti má því fara fram, sem nú er, að íslenzkir rithöfundar eigi í rauninni um tvo kosti að velja: annað hvort skrifa á erlendri tungu og tefla þar með móðurmáli sínu í voða (hugsið ykkur til dæmis, að Heidenstam og Strindberg hefðu neyðzt til að rita á þýzku) eða ná ekki til skandínaviskra lesenda. Islenzkum Svíþjóðarvini nú á dögum er það harla Iftil gleði að komast að raun um, að kunnasta íslenzka bókin hér í landi er Gunnlaugs saga ormstungu, einhver hin óíslenzkasta og snauðust að bókmenntagildi allra Islendingasagna, en skáldsagnaflokkur Halldórs Kiljans Laxness um Olaf Kárason Ljósvíking, sem verður væri Nóbelsverðlauna, er hér nær því algjörlega ókunnur, af því að höfundurinn hefur verið móðurmáli sínu trúr. Af þessu má skilja, hvers virði það er, að hafa fengið íslenzk-sænsku orða- bókina, sem bókaútgáfa sænsku samvinnufélaganna gaf út á þessu ári, og því fremur sem engin samsvarandi orðabók er til á dönsku eða norsku og reyndar ekki nokkru öðru máli nema ensku. Orðabók þessi er því að nokkru braut- 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.