Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 11
TIMARIT
MÁLS OG MENIVINCAR
RITSTJÓRAR:
Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson
Júní 1950 11. árg'ang'ur 1.-2. hcfti
Þjó&leikhúsið tekur til starfa
Islendingar hafa eignazt sitt Þjóðleikhús. Vígsla þess fór fram sumardaginn
fyrsta 20. apríl s.l. með hátíðlegri athöfn.
Bygging þessa húss hefur sem alþjóð er kunnugt gengið með nokkrum þrautum.
Það tók yfir tuttugu ár að reisa það af grunni. Leikarar og leiklistarunnendur
voru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir því. Nú stendur húsið fullgert og á margan
hátt fullkomið og glæsilegt. Mistökin ýms eru í svip gleymd. Allir sameinast um
að fagna þessari stofnun. Þjóðleikhúsið er ekki fyrr tekið til starfa en það er
orðið eitt af óskabörnum þjóðarinnar.
Framvinduafl listar og menningar er tæknin. Þjóðleikhúsið er tæki margfalt
fullkomnara en áður lagt upp í hendur Islendingum, leikurum, rithöfundum og
leikhússtjórn. Það veitir ríkuleg skilyrði til að glæða nýtt leiklístarlíf á íslandi.'
Ometanlegt er fyrir Þjóðleikhúsið hve það fær í upphafi margt góðra og efni-
legra leikara. Þessir listamenn hafa náð miklum þroska við erfiðustu aðstæður, og
hvers munu þeir þá ekki verða megnugir við hin gerbreyttu skilyrði Þjóðleik-
hússins? Er ekki sízt ánægjulegt að vita af glæsilegum hópi ungra leikenda sem
við frumsýningar Þjóðleikhússins gafst í fyrsta sinn verulegur kostur á að sýna
hvað í þeim býr. Frumsýningar þessar gefa þegar fyrirheit um að Þjóðleikhúsið
muni fleyta jafnt leiklist sem leikstjórn hratt fram á við.
Þjóðleikhúsið mun ekki aðeins glæða leiklistina sjálfa, heldur jafnhliða aðrar
listgreinar, leikbókmenntir og tónlist. Það hefur þegar fært þjóðinni íslands-
klukkuna á leiksvið í snilldarmeðferð sem fögnuður er að. Þannig munu fremstu
skáldverk Islendinga öðlast í Þjóðleikhúsinu nýtt gildi, jafnframt því að það mun
kalla fram nýja leikritahöfunda.
Um hlutverk Þjóðleikhússins og gildi þess fyrir íslenzka leiklistarstarfsemi er
ritað af öðrum hér í tímaritið. I því efni vil ég aðeins taka undir orð Thomasar
Mann í grein er hann hefur skrifað um leikhús nútímans (og birt er hér á eftir):
„Nú á tímum getur leikhús því aðeins dafnað og þróazt að það gerist skilyrðis-
laus þátttakandi í lífinu.“
Tímarit Máls og menningar árnar Þjóðleikhúsinu bezta gengis, leikhússtjóm,
leiklistarmönnum og Islendinguni öllum til hamingju með hina nýju dýrmætu
menningarstofnun. Kr. E. A.
Tímarit Máls og menningar, 1.—2. h. 1950
1