Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 12
2 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sinfoníuhljómsveit á íslandi Margra ára draumur íslenzkra tónlistarunnenda heíur rætzt; fullskipuS sinfoníu- hljómsveit hefur tekið til starfa á Islandi. AS baki þessa viðburðar liggur margra ára starf, mikil fórnfýsi og strit áhugamanna sem hafa árurn saman stundað hljóm- sveitarleik í frístundum sínum við erfiðustu vinnuskilyrði á allan hátt. Áhuga- mannasveit sú sem flutt hefur hér hljómsveitarverk fram til síðustu ársloka vann ómetanlegt starf í þágu íslenzkrar tónmenntar sem séint verður fullþakkað. En í fyrsta lagi var hljómsveitin aldrei fullskipuð svo að lágmarkskröfum sinfoníuhljóm- sveitar væru gerð full skil, og í annan stað er þarflaust að fjölyrða um að án reglu- bundinna æfinga og fastráðins starfsliðs er ekki hægt að koma upp hljómsveit sem standist fyllstu kröfur um listrænan flutning. Góð hljómsveit er fullkomlega sam- stillt hljóðfæri í höndum stjórnandans, hljóðfæri er getur túlkað öll blæbrigði verksins sem flutt er og fylgt hverri bendingu stjórnandans út í æsar. En slík sam- stilling og nákvæmni fæst ekki nema með langri og markvissri þjálfun, bæði ein- stakra hljóðfæramanna og hljómsveitarinnar í heilu lagi. Síðan Tónlistarskólinn var stofnaður hefur hann unnið markvisst að því að mennta starfslið í íslenzka sinfoníuhljómsveit. Á síðastliðnu ári var þessum málum þann veg komið að Ijóst var að ekki þurfti nema fáeina erlenda hljóðfæramenn til viðbótar til þess að hægt væri að fullskipa hljómsveitina. Fyrir tilstyrk Ríkisút- varpsins og Þjóðleikhússins tókst að tryggja fjárhagsgrundvöll undir starfsemi hljómsveitarinnar fyrri hluta þessa árs, og hljóðfæramenn þeir sem þörf var á voru fengnir hingað. Hins vegar var framtíð hljómsveitarinnar enn óráðin, en forgöngu- menn málsins höfðu þá trú að þessi tilraun mundi sannfæra Islendinga um nauðsyn og tilverurétt hljómsveitarinnar í íslenzku menningarlífi. Nú hefur sinfoníuhljómsveitin starfað í nokkra mánuði, og Islendingar hafa átt kost á að heyra hverju hún fær áorkað. Og hvemig hefur tilraunin gefizt? Tvennt er augljóst: hljómsveitin hefur tekið miklum og sívaxandi framförum, og hún hefur þegar flutt margt verka, erlendra og innlendra, sem aldrei hafa heyrzt hér áður í beinum flutningi, eða að minnsta kosti ekki af fullskipaðri hljómsveit. Tveir við- burðir hafa auk þess gerzt síðan hljómsveitin tók til starfa sem hefðu fengið annan svip og fátæklegri hefði hennar ekki notið við, en það eru opnun Þjóðleikhússins og listamannaþingið. Hvorttveggja þetta naut góðs af starfsemi hljómsveitarinnar á þann hátt sem íslendingum mætti verða eftirminnilegastur, með flutningi frum- samdra íslenzkra tónsmíða sem nú voru í fyrsta sinn flutt af fullskipaðri íslenzkri liljómsveit. Þessi viðburður er að sínu leyti alveg hliðstæður við þann áfanga í sögu islenzkrar leikmenntar sem markast af opnun Þjóðleikhússins. Og tengsl þessara tveggja viðburða verða enn Ijósari við það að Þjóðleikhúsið nýja hefur reynzt hið ákjósanlegasta hljómleikahús í alla staði, og getur því orðið heimkynni íslenzkrar tónlistar engu síður en leiklistar. Og áður en þessi grein kemst til lesenda liefur verið flutt ópera í Þjóðleikhúsinu, að vísu af erlendum söngvurum, en með undirleik sinfoníuhljómsveitarinnar; án hennar hefði þessi fyrsta óperusýning hér á landi verið óframkvæmanleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.