Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 12
2
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Sinfoníuhljómsveit á íslandi
Margra ára draumur íslenzkra tónlistarunnenda heíur rætzt; fullskipuS sinfoníu-
hljómsveit hefur tekið til starfa á Islandi. AS baki þessa viðburðar liggur margra
ára starf, mikil fórnfýsi og strit áhugamanna sem hafa árurn saman stundað hljóm-
sveitarleik í frístundum sínum við erfiðustu vinnuskilyrði á allan hátt. Áhuga-
mannasveit sú sem flutt hefur hér hljómsveitarverk fram til síðustu ársloka vann
ómetanlegt starf í þágu íslenzkrar tónmenntar sem séint verður fullþakkað. En í
fyrsta lagi var hljómsveitin aldrei fullskipuð svo að lágmarkskröfum sinfoníuhljóm-
sveitar væru gerð full skil, og í annan stað er þarflaust að fjölyrða um að án reglu-
bundinna æfinga og fastráðins starfsliðs er ekki hægt að koma upp hljómsveit sem
standist fyllstu kröfur um listrænan flutning. Góð hljómsveit er fullkomlega sam-
stillt hljóðfæri í höndum stjórnandans, hljóðfæri er getur túlkað öll blæbrigði
verksins sem flutt er og fylgt hverri bendingu stjórnandans út í æsar. En slík sam-
stilling og nákvæmni fæst ekki nema með langri og markvissri þjálfun, bæði ein-
stakra hljóðfæramanna og hljómsveitarinnar í heilu lagi.
Síðan Tónlistarskólinn var stofnaður hefur hann unnið markvisst að því að
mennta starfslið í íslenzka sinfoníuhljómsveit. Á síðastliðnu ári var þessum málum
þann veg komið að Ijóst var að ekki þurfti nema fáeina erlenda hljóðfæramenn til
viðbótar til þess að hægt væri að fullskipa hljómsveitina. Fyrir tilstyrk Ríkisút-
varpsins og Þjóðleikhússins tókst að tryggja fjárhagsgrundvöll undir starfsemi
hljómsveitarinnar fyrri hluta þessa árs, og hljóðfæramenn þeir sem þörf var á voru
fengnir hingað. Hins vegar var framtíð hljómsveitarinnar enn óráðin, en forgöngu-
menn málsins höfðu þá trú að þessi tilraun mundi sannfæra Islendinga um nauðsyn
og tilverurétt hljómsveitarinnar í íslenzku menningarlífi.
Nú hefur sinfoníuhljómsveitin starfað í nokkra mánuði, og Islendingar hafa átt
kost á að heyra hverju hún fær áorkað. Og hvemig hefur tilraunin gefizt? Tvennt
er augljóst: hljómsveitin hefur tekið miklum og sívaxandi framförum, og hún hefur
þegar flutt margt verka, erlendra og innlendra, sem aldrei hafa heyrzt hér áður í
beinum flutningi, eða að minnsta kosti ekki af fullskipaðri hljómsveit. Tveir við-
burðir hafa auk þess gerzt síðan hljómsveitin tók til starfa sem hefðu fengið annan
svip og fátæklegri hefði hennar ekki notið við, en það eru opnun Þjóðleikhússins
og listamannaþingið. Hvorttveggja þetta naut góðs af starfsemi hljómsveitarinnar
á þann hátt sem íslendingum mætti verða eftirminnilegastur, með flutningi frum-
samdra íslenzkra tónsmíða sem nú voru í fyrsta sinn flutt af fullskipaðri íslenzkri
liljómsveit. Þessi viðburður er að sínu leyti alveg hliðstæður við þann áfanga í sögu
islenzkrar leikmenntar sem markast af opnun Þjóðleikhússins. Og tengsl þessara
tveggja viðburða verða enn Ijósari við það að Þjóðleikhúsið nýja hefur reynzt hið
ákjósanlegasta hljómleikahús í alla staði, og getur því orðið heimkynni íslenzkrar
tónlistar engu síður en leiklistar. Og áður en þessi grein kemst til lesenda liefur
verið flutt ópera í Þjóðleikhúsinu, að vísu af erlendum söngvurum, en með undirleik
sinfoníuhljómsveitarinnar; án hennar hefði þessi fyrsta óperusýning hér á landi
verið óframkvæmanleg.