Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 18
8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þýðingarmikinn rétt gagnvart þingmanninum, sem við í auðvaldsríkj-
unum höfum ekki. Þeir geta svipt hann rétti til þingsetu fyrirvaralaust.
ef hann bregzt trausti þeirra. En við verðum að sitja uppi með þing-
manninn heilt kjörtímabil, þó að hann svíki öll sín kosningaloforð og
fremji ýmsar óhæfur í þokkabót, sem hann var ekki kjörinn til að
fremja, skerði til dæmis lífsafkomu okkar með því að lækka gildi krón-
unnar um 18%, eins og þeir gerðu á alþingi árið 1939 án þess að ýja
í þá átt við háttvirta kjósendur, hvort þeir veittu samþykki sitt til þess-
arar efnalegu frelsisskerðingar.
Þá er ritfrelsið.
í auðvaldslöndunum er ritfrelsið bundið vissum takmörkunum lög-
um samkvæmt. Hneykslanlegt orðbragð, svo sem klám, ruddaleg fúk-
yrði og því um líkt varða refsingu. Ennfremur svívirðingar um kon-
ung landsins eða ríkisforseta, einnig óviðurkvæmilegur munnsöfnuður
um guðdóminn. Brynjólfur Bjarnason var til að mynda dæmdur fyrir
„guðlast“, í stjórnartíð Jóns Magnússonar. Útkoman á Reykjavíkinni,
sem flutti hina nafnfrægu grein Jón Olafssonar Konunginit vanlar . ..,
var gerð upptæk, og þess vegna varð hún þjóðkunn.
En hér er ekki öll sagan sögð.
Hér á landi hafa stjórnarvöldin haft sterka náttúru til að taka upp
refsiaðgerðir gegn þeim rithöfundum, sem sig hafa gert bera að róttæk-
um skoðunum á prenti. Þetta er í raun og veru sama sem að segja
höfundum fyrir, hvernig þeir eigi að skrifa. Höfundur þessa erindis
var til dæmis sviptur kennslu við tvo skóla, eftir að Bréf til Láru kom
út. Af sömu ástæðum var styrkur hans til orðasöfnunar nokkrum sinn-
um lækkaður á þingi, og Jón Þorláksson, ekki ábyrgðarminni maður
én hann var þá, laug því upp á hann í ræðu á þessari æðstu samkundu
þjóðarinnar, að orðasafn hans væri eintóm orðskrípi, bögumæli og
klámyrði. Myndi þetta þykja lystileg „gagnrýni“ ef hún hefði verið
borin á fræðimann í Rússlandi í æðstu stofnun ríkisins? Meiri hluti
Menntamálaráðs festi um sjálfan sig þann sóma í sögu landsins árið
1940 og næstu ár þar á eftir að færa stórlega niður ritlaun róttækra
höfunda eingöngu í pólitísku ofsóknarskyni. Þá var meiri hluti ráðs-
ins pólitískur refsidómstóll með Jónas frá Hriflu í forsæti. Og einn
þessara höfunda, Halldór Kiljan Laxness, hefur ekki ennþá fengið
leiðréttingu mála sinna. Það, sem þá var skrifað í islenzk auðvalds-