Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þýðingarmikinn rétt gagnvart þingmanninum, sem við í auðvaldsríkj- unum höfum ekki. Þeir geta svipt hann rétti til þingsetu fyrirvaralaust. ef hann bregzt trausti þeirra. En við verðum að sitja uppi með þing- manninn heilt kjörtímabil, þó að hann svíki öll sín kosningaloforð og fremji ýmsar óhæfur í þokkabót, sem hann var ekki kjörinn til að fremja, skerði til dæmis lífsafkomu okkar með því að lækka gildi krón- unnar um 18%, eins og þeir gerðu á alþingi árið 1939 án þess að ýja í þá átt við háttvirta kjósendur, hvort þeir veittu samþykki sitt til þess- arar efnalegu frelsisskerðingar. Þá er ritfrelsið. í auðvaldslöndunum er ritfrelsið bundið vissum takmörkunum lög- um samkvæmt. Hneykslanlegt orðbragð, svo sem klám, ruddaleg fúk- yrði og því um líkt varða refsingu. Ennfremur svívirðingar um kon- ung landsins eða ríkisforseta, einnig óviðurkvæmilegur munnsöfnuður um guðdóminn. Brynjólfur Bjarnason var til að mynda dæmdur fyrir „guðlast“, í stjórnartíð Jóns Magnússonar. Útkoman á Reykjavíkinni, sem flutti hina nafnfrægu grein Jón Olafssonar Konunginit vanlar . .., var gerð upptæk, og þess vegna varð hún þjóðkunn. En hér er ekki öll sagan sögð. Hér á landi hafa stjórnarvöldin haft sterka náttúru til að taka upp refsiaðgerðir gegn þeim rithöfundum, sem sig hafa gert bera að róttæk- um skoðunum á prenti. Þetta er í raun og veru sama sem að segja höfundum fyrir, hvernig þeir eigi að skrifa. Höfundur þessa erindis var til dæmis sviptur kennslu við tvo skóla, eftir að Bréf til Láru kom út. Af sömu ástæðum var styrkur hans til orðasöfnunar nokkrum sinn- um lækkaður á þingi, og Jón Þorláksson, ekki ábyrgðarminni maður én hann var þá, laug því upp á hann í ræðu á þessari æðstu samkundu þjóðarinnar, að orðasafn hans væri eintóm orðskrípi, bögumæli og klámyrði. Myndi þetta þykja lystileg „gagnrýni“ ef hún hefði verið borin á fræðimann í Rússlandi í æðstu stofnun ríkisins? Meiri hluti Menntamálaráðs festi um sjálfan sig þann sóma í sögu landsins árið 1940 og næstu ár þar á eftir að færa stórlega niður ritlaun róttækra höfunda eingöngu í pólitísku ofsóknarskyni. Þá var meiri hluti ráðs- ins pólitískur refsidómstóll með Jónas frá Hriflu í forsæti. Og einn þessara höfunda, Halldór Kiljan Laxness, hefur ekki ennþá fengið leiðréttingu mála sinna. Það, sem þá var skrifað í islenzk auðvalds-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.