Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 19
ANDLEGT FRELSI
9
blöð um okkur róttæku rithöfundana, var sízt innblásið af meiri ást á
andlegu frelsi en ádeilurnar, er menn þykjast hafa lesið í Pravda í
Rússlandi. Og ég bið ykkur að gera svo vel og svara þessari spurn-
ingu af hreinskilni:
Getið þið ímyndað ykkur að sá verkamaður héldi Iengi starfa sín-
um, sem gagnrýndi vinnuveitanda sinn á prenti?
Það er langt í frá, að í lýðræðisríkinu íslandi geti heitið ritfrelsi.
Allir höfundar, sem verða berir að stjórnmálaskoðunum, er fara í bága
við pólitískar ástríður hinna ráðandi stétta, hafa þann refsidóm sívof-
andi yfir höfði sér að verða sviptir svo og svo miklu af möguleikum
sínum til að lifa. Og óttinn við þessar hefndaraðgerðir hefur dregið
hæfileika og manndóm úr sumum þeirra. En svona frumstæð ofsóknar-
sýki mun reyndar varla eiga sér stað í öðrum lýðræðisríkjum Vestur-
Evrópu.
í öllum auðvaldslöndum er ritfrelsinu einnig stakkur skorinn eftir
efnahag. Flokkar og einstaklingar, er ekki ráða yfir þeim tækjum, sem
nauðsynleg eru til að koma blaði eða bók á prent, þeim er gert mjög
erfitt fyrir að gera hugmyndir sínar heyrinkunnar og stundum alger-
lega útilokaðir frá þeim frelsisgæðum.
En hvernig er þá ritfrelsinu háttað í Rússlandi?
I stjórnarskrá Sovétlýðveldanna stendur það ákvæði eins og í stjórn-
arskrá okkar, að prentfrelsi skuli ríkja þar í landi. Prentfrelsið þar
eystra mun þó svipuðum takmörkunum háð sem hér á landi um
hneykslanlegan munnsöfnuð. En þar að auki varðar það við lög — og
takið vel eftir því — að hafa í frammi á prenti áróður fyrir stríði,
hefndarverkum, arðráni og kynþáttahatri. Það er einnig illa séð að
vinna opinberlega gegn hinum lífrænu kenningum kommúnismans, sak-
ir þess að þær eru hin fræðilega undirstaða sósíalistiska skipulagsins
og grundvöllur að allri þróun þjóðfélagsins. Við leggjum refsingu við
áróðri fyrir manndrápum, blóðhefndum, þrælahaldi og ræningja-
mennsku, af því að við teljum slíkar athafnir háskalegar frelsi fjöldans
og jafnvægi þjóðfélagsins.
En hinsvegar er ritfrelsið að tvennu leyti rýmra í Sovétlýðveldunum
en hér á landi. Hér var sá menningarháski í lög leiddur fyrir nokkrum
árum, að það varðar sektum eða fangelsi að gagnrýna á prenti menn
í opinberum stöðum, meira að segja þótt þeir væru sannir að sök.