Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 25
ANDLEGT FRELSI 15 að í sífelldum ótta við árás auðvaldsríkja á land þeirra, og jafnframt liafa þær orðið að neita sér um ýmis konar lífsgæði til þess að vera viðbúnar þeirri yfirþyrmingu. Þessi ótti hefur ekki verið nein sefasjúk ímyndun, því að í hartnær átta ár hafa þær staðið í blóðugum styrjöld- um við innrásarheri. Þær hafa horft á þúsundir borga í landi sínu vera lagðar í rústir, óhemju landflæmi sviðin til ösku, kvikfénaði sínum rænt, námur eyðilagðar, margar miljónir sovétborgara brytjaðar niður, mil- jónir gerðar örkumla, miljónir lenda á vonarvöl. Er ákaflega erfitt að skilja það, að þjóð, sem troðið hefur slíka þjáningarstigu, skuli ekki taka bókmenntir, listir og vísindi eins humor- istiskt og sú manntegund, er hrúgaði að sér auðæfum og hafði upp- Jyftandi „game“ í notum þessarar andstyggðar? Og nú verða Rússar að samstilla alla krafta þjóðfélagsins, bæði lík- ama og sálar, til að byggja upp að nýju þetta eyðilagða land og til þess að vera viðbúnir ennþá einu sinni nýrri árás stríðsglæpamanna, sem þá og þegar geta hellt sér yfir lönd þeirra. Er það hugsanlegt, að það sé nokkrum manni undrunarefni, þó að fólk, er lifir við slíkar aðstæður, líti alvarlegri auguin á tilveruna og sé máski fastara í ýmsum kennisetningum, sem það telur sér hjálpleg- ar, heldur en við, sem höfum misst trú á allt hjálpræði, glatað trúnni á þjóðfélagið, lífið, þróunina og sjálfa okkur? Erum jafnvel farnir að efast um kreppulækningu atómsprengjunnar, síðan fréttirnar komu aust- an frá Úral. Mér virðist það miklu meira undrunarefni og það sannar mér hvi- líkur efniviður er í rússnesku fólki og hve undursamlegt þjóðfélags- form sósíalisminn er, að þar austur frá er bjartsýnin á þróunina og trú- in á lífið og manndóm sinn ennþá óbifandi, þrátt fyrir allar þessar hörmungar, og framfarirnar svo hraðstígar á öllum sviðum, að það nálgast yfirnáttúrleg fyrirbæri. Og þetta er að gerast þar eystra á sama tíma og allt stefnir til hrörnunar, bölmóðs og spillingar í vestrinu, sem þó mátti heita, að slyppi við síðustu styrjöld í samanburði við fórnir þeirra í austri. En að því getum við gengið vísu, að ýmislegt í þjóðfélagsþróun Rússa myndi hafa borið annan blæ og jafnvel hlotið öðruvísi innihald, ef þeir hefðu ekki verið einangraðir í þrjátíu ár í allar áttir og um- setnir af vopnuðum óvinum í austri og vestri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.