Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 25
ANDLEGT FRELSI
15
að í sífelldum ótta við árás auðvaldsríkja á land þeirra, og jafnframt
liafa þær orðið að neita sér um ýmis konar lífsgæði til þess að vera
viðbúnar þeirri yfirþyrmingu. Þessi ótti hefur ekki verið nein sefasjúk
ímyndun, því að í hartnær átta ár hafa þær staðið í blóðugum styrjöld-
um við innrásarheri. Þær hafa horft á þúsundir borga í landi sínu vera
lagðar í rústir, óhemju landflæmi sviðin til ösku, kvikfénaði sínum rænt,
námur eyðilagðar, margar miljónir sovétborgara brytjaðar niður, mil-
jónir gerðar örkumla, miljónir lenda á vonarvöl.
Er ákaflega erfitt að skilja það, að þjóð, sem troðið hefur slíka
þjáningarstigu, skuli ekki taka bókmenntir, listir og vísindi eins humor-
istiskt og sú manntegund, er hrúgaði að sér auðæfum og hafði upp-
Jyftandi „game“ í notum þessarar andstyggðar?
Og nú verða Rússar að samstilla alla krafta þjóðfélagsins, bæði lík-
ama og sálar, til að byggja upp að nýju þetta eyðilagða land og til
þess að vera viðbúnir ennþá einu sinni nýrri árás stríðsglæpamanna,
sem þá og þegar geta hellt sér yfir lönd þeirra.
Er það hugsanlegt, að það sé nokkrum manni undrunarefni, þó að
fólk, er lifir við slíkar aðstæður, líti alvarlegri auguin á tilveruna og
sé máski fastara í ýmsum kennisetningum, sem það telur sér hjálpleg-
ar, heldur en við, sem höfum misst trú á allt hjálpræði, glatað trúnni
á þjóðfélagið, lífið, þróunina og sjálfa okkur? Erum jafnvel farnir að
efast um kreppulækningu atómsprengjunnar, síðan fréttirnar komu aust-
an frá Úral.
Mér virðist það miklu meira undrunarefni og það sannar mér hvi-
líkur efniviður er í rússnesku fólki og hve undursamlegt þjóðfélags-
form sósíalisminn er, að þar austur frá er bjartsýnin á þróunina og trú-
in á lífið og manndóm sinn ennþá óbifandi, þrátt fyrir allar þessar
hörmungar, og framfarirnar svo hraðstígar á öllum sviðum, að það
nálgast yfirnáttúrleg fyrirbæri. Og þetta er að gerast þar eystra á sama
tíma og allt stefnir til hrörnunar, bölmóðs og spillingar í vestrinu, sem
þó mátti heita, að slyppi við síðustu styrjöld í samanburði við fórnir
þeirra í austri.
En að því getum við gengið vísu, að ýmislegt í þjóðfélagsþróun
Rússa myndi hafa borið annan blæ og jafnvel hlotið öðruvísi innihald,
ef þeir hefðu ekki verið einangraðir í þrjátíu ár í allar áttir og um-
setnir af vopnuðum óvinum í austri og vestri.