Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 27
ANDLEGT FRELSI
17
Myndi þetta ekki þykja skuggalegt réttarfar, ef þaS ætti sér stað í
Rússlandi?
Ef sakborningnum tekst ekki að sanna — og þaS er honum vitanlega
oftast ókleift — að hann sé fullkomlega í því sálarástandi, sem rann-
sóknarnefndirnar kalla „amerískt hugarfar“, það er óskorað fylgi við
stjórnarvöld Bandaríkjanna og Ku-Klux-Klan, þá er honurn vikið úr
stöðu sinni eða starfa og honum allar bjargir bannaðar í Bandaríkj-
unum. ÞaS er löglegt að reka mann úr embætti fyrir það eitt að hafa
einhver sambönd við kommúnista, til dæmis að heimsækja þá. Þessi
ofsóknarlög hafa verið framkvæmd í svo stórum stíl í Bandaríkjunum,
að Truman forseti sendi frá sér eins konar neyðaróp í sumar og bað
um það í ræðu, að bundinn yrði endi á þessar embættasviptingar sakir
þess, að hann væri í vandræðum með að fá nýja menn í stöðurnar.
Þessi ofbeldissýki er og tekin að stinga sér niður í Vestur-Evrópu
fyrir áhrif og íhlutun Bandaríkjanna. Enska ríkisstjórnin hefur lofað
að reka kommúnista úr hærri stöðum, en mér er ekki kunnugt um, að
hve miklu leyti hún hefur efnt það heit við yfirboðarann. ÞaS varð
opinbert mál, að Bandaríkjastjórn hefur bannað Marshallslöndunum
að mynda ríkisstjórnir með kommúnistum. Svo lýsir Bevin utanríkis-
ráðherra Englands yfir því, að það sé tilhæfulaust, að Bandaríkin
reyni að hafa áhrif á stjórnarfar annarra landa(!). í verkalýðsfélög-
um Vestur-Evrópu hefur verið reynt að hamra í gegn bandaríska of-
beldið. En það hefur ekki ennþá tekizt vegna mótspyrnu frjálslyndra
manna í félögunum.
Hér á landi hefur nokkur breyting orðið í seinni tíð í þá átt að
þrengja að lýðræðislegu frelsi og alþjóðaröryggi.
\ ið höfum afhent Bandaríkjastjórn nokkurn hluta landsins á leigú
undir herstöðvar, sem allir vita, að hugsaðar eru til árásar á Sovét-
rikin. MeS því höfum við í raun og sannleika gerzt hernaðaraðilar,
brotið hlutleysi okkar, sem við höfðum þó löggilt í stjórnarskránni,
takmarkað frelsi okkar til yfirráða á landinu og stofnað íbúum þess
í mikinn voða, ef til styrjaldar kemur. Þetta örlagaþrungna spor var
stigið án þess að spyrja þjóðina að því, hvort hún vildi framselja sig
undir slíkan háska. I kjölfar þessarar landsleigu hefur siglt svarta-
markaðssvindl, sem höggvið hefur skarð í efnahagslýðræði þjóðar-
innar.
Timarit Máls og menningar, 1.—2. h. 1950
2