Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 30
20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Er þetta hlutleysi? Er þetta réttlæti? Er þetta vegur til andlegs
þroska? Er þetta lýðræði?
Nei, vinir mínir! Það er ekkert af þessu. Og það er ekki vegur til
að vernda lýðræðið. Það er vegur til að drepa lýðræðið. Og þarna
er ég kominn að raunasögu þeirra manna, sem hæst hafa hrópað um
blessun lýðræðisins og smeðjulegast hafa smjattað á sætleik frelsisins.
Atburðir síðustu 30 ára sýna ekki, þeir sanua, að ,lýðræðisríki‘
kapítalismans hafa leynt og ljóst og bæði í orði og verki örvað og
styrkt einræðisöflin, hvar sem þeim hefur skotið upp á yfirborði jarðar.
Bandaríska lýðræðið hefur hjálpað einræðisklíku Sjang Kai Séks
fram á þennan dag. Brezka og franska lýðræðið komu í veg fyrir að-
stoð við lýðræðisöflin á Spáni og lyftu Franco til valda. Þau hjálp-
uðu Mussolíni til að drepa niður varnarlitla þjóð suður í Afríku. Þau
sviku lýðræðisríkið Tékkóslóvakíu undir illræmdasta einræðisgaur og
morðingja veraldarsögunnar. Brezka og bandaríska lýðræðið létu
berja niður lýðræðisöflin í Grikklandi. Þau drekktu í blóði frelsis-
og lýðræðis-baráttu Indónesíumanna í sálufélagi við hollenska lýð-
ræðið. Og með því að svíkja Potsdamsamninginn hafa þau komið í
veg fyrir einingu Þýzkalands í lýðræðisríki, og að í því ríki yrði geng-
ið til frjálsra kosninga, eins og Rússar kröfðust samkvæmt samningn-
um. Og franska lýðræðið gekk með þeim í þessari óhæfu.
En hvernig hafa þá lýðræðiselskendurnir á Islandi hagað sér í þess-
um risavöxnu svikum við lýðræði og andlegt frelsi? Sýndu þeir í
verki, að þeim væri lýðræði og andlegt frelsi helgara en einræði og
andlegt ófrelsi?
Það er ekki lengi verið að gifta hana Möngu:
011 hægri málgögn í lýðræðisríkinu Islandi, þessar málpípur, sem
þykjast bera lýðræði og andlegt frelsi svo ægilega inikið fyrir brjósti,
— þau fylgdu öll og óskipt málstað einræðisherranna og studdu frá
upphafi til enda svikin við lýðræðið og andlega frelsið.
Þetta er þeirra manndómssaga í baráttunni fyrir lýðræði og andlegu
frelsi.
En við verndum ekki lýðræði og andlegt frelsi með slíkum heilind-
um, herrar mínir! Lýðræði og andlegt frelsi verndum við aðeins með
einu móti.
Hvernig þá?