Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
legar, svo og hugsjónir og framtíðarvonir einnig bundnar sérstæðu
þjóðerni. Oss fannst þeim mun meiri nauðsyn til bera að gera þessa
menníngarlegu liðskönnun, sem landið var þá í augurn heimsins ekki
annað en herbúðir á orustusvæði. þarflegt þeim einum sem háðu styrj-
öld um heimsyfirráð, en vér einsog sakir stóðu einángraðir af herkvínni,
og um leið slitnir úr teingslum við þau lönd sem menníng vor var skyld-
ust. Siðferðilegur sigur þessa fyrsta listamannaþíngs var sá að láta
á sannast í miðju ófriðarbálinu, að þrátt fyrir smæð höfðatölunnar
værum vér samt menn og þjóð og menníngarþjóð —■ og um leið að
stærð höfðatölunnar þyrfti ekki endilega að standa í réttu hlutfalli
við ágæti þjóðanna. Birtunni af þeirn sigri sem unninn var, þrátt fyrir
sérstakar aðstæður, á hinu fyrsta listamannaþíngi, slær frammávið til
þeirra listamannaþínga sem síðar eru haldin og hún örvar okkur til að
efla þá venju sem myndast hefur með samkomum þessum.
Annað listamannaþíng var síðan haldið 1945, það var á hundruð-
ustu ártíð Jónasar Hallgrímssonar, einsog vér munum. Islenskum lista-
mönnum var það þá ljúf skylda að bera aftur saman á einn stað, í þakk-
arskyni, alt það besta sem þeir áttu, til að minnast þess skálds sem stilt
hafði hörpu Islands til hundrað ára og meira, og framar öllum öðrum
mönnum hafði til orðið að skapa íslensku þjóðinni heimskend sína, lífs-
tilfinníngu þá er hún hefur haft síðustu þrjár fjórar kynslóðir, lagt til
undirtóninn sjálfan í allri meiriháttar listsköpun íslenskri frammá vora
daga, ekki síður í málverki og tónlist heldur en í skáldskap.
Hið þriðja listamannaþíng, það sem hefur verið sett hér í dag, er
kvatt saman af aungvum smávægilegri viðburði en þeim sem lágu til
hinna fyrri þínga tveggja. Islenskir listamenn vilja með þessu þíngi tjá
þjóðinni sérstaka þökk sína fyrir hið mikla átak sem hún hefur gert,
og í sannleika táknar tímamótaskifti í íslensku mentalífi, en það er að
hafa reist hið veglega íslenska þjóðleikhús þar sem vér nú erum stödd
og fyrir fám dögum hefur af mentamálaráðherra íslands verið lýst op-
ið til afnota. Með því að helga þetta listamannaþíng 1950 upplúkníngu
þjóðleikbússins höfum vér, íslenskir listamenn, viljað leggja sérstaka
áherslu á þakklæti vort fyrir og aðdáun á þessu stærsta sameiginlega
átaki allrar þjóðarinnar í eirm verki. til eflíngar list og menníngu í
landinu, sem gert hefur verið á okkar tíð. Með verki þessu sem að því
miðar að lyfta íslensku þjóðinni í hæð fullgildra mentaþjóða, menn-