Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 44
34 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR andi og almenníngur, voru tæplega sendibréfsfærir á borð við meðal- hreppstjóra. Mig lángar til, af því þetta listamannaþíng er ekki kallað saman til þess að allir kyssi alla fyrir alt, heldur til þess, meðal annars, að vér Iistamenn gerum okkur nokkra grein fyrir því hvar vér stöndum, að hcnda í þessu sambandi á eina staðreynd, þá, að skorturinn á hlut- lægri, staðgóðri og efnisfastri gagnrýni lista hér á landi hefur laungum verið tilfinnanlegur, listamönnum til óbætanlegs tjóns. Þessi skortur á gagnrýni hefur átt sinn þátt í að drepa dug úr ýmsum listamanns- efnum vorum, ekki síst þar sem ómerkilegt hól eða jafnómerkilegt hróp og níð hefur oft komið í hennar stað. Þó held ég að hólið hafi orðið til að spilla fleiri góðum listamannsefnum en níðið. Vér höfum séð þess ýmis átakanleg dæmi, hvernig kunníngjalof hefur orðið góð- um mannsefnum að hægum hvíldarfaðmi getulausrar sjálfsánægju þar sem allar listgáfur eru dæmdar til að lognast útaf: ekki var úngur efnilegur listamaður fyr búinn að stíga fyrstu virðíngarverðu skrefin á braut sinni en skrum úr áhrifaríkum vinum var orðið honum að unaðslegu andlegu banameini. Vér nútímaíslendíngar erum dálítið gefnir fyrir að sýna okkur, extróvertar sem kallað er, laung yfirlega yfir verki innan fjögurra veggja hentar okkur miðlúngi vel; nákvæmni og natni, seinleg listræn vinnubrögð sem byggjast umfram alt á góðum taugum, sú samviska listamannsins sem aldrei víkur fyrir erfiðleikum í starfi, aldrei velur hið ódýrara, heldur altaf hið dýrasta, það sem kostar mesta fyrirhöfn — þetta á ekki við okkur. Við þurfum að sigrast alveg sérstaklega á okkur sjálfum til að hemja okkur við erfitt verk. Vér höfum einkennilega náttúru margir hverjir til að hrófla ein- hverju upp í logandi bráð, hálfpartinn af nýúngagirni, hálfpartinn af fikti einsog börn, rjúka síðan á stað til að sýna það, og þó einkum til að fá hól fyrir það, taka síðan öllum fagurgala fegins hendi hversu marklaus sem hann er, rétt einsog guð hefði talað. Það vill svo til að hér get ég sjálfur úr flokki .talað, því ég hef áreiðanlega þjáðst manna mest af þessari náttúru nútímaíslendínga sem ég hef leyft mér að hafa nú orð á. Og ég vil leyfa mér að bæta við það sem nú var sagt þeirri skoðun minni, að jafnvel fjandsamlegustu árásir óvinveittra aðilja séu listamönnunum hollari en hól og lofdýrð. Allar þær staðhæfíngar sem géra listamanninn ánægðan og segja að nú sé hann búinn að ná mark-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.