Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 44
34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
andi og almenníngur, voru tæplega sendibréfsfærir á borð við meðal-
hreppstjóra.
Mig lángar til, af því þetta listamannaþíng er ekki kallað saman til
þess að allir kyssi alla fyrir alt, heldur til þess, meðal annars, að vér
Iistamenn gerum okkur nokkra grein fyrir því hvar vér stöndum, að
hcnda í þessu sambandi á eina staðreynd, þá, að skorturinn á hlut-
lægri, staðgóðri og efnisfastri gagnrýni lista hér á landi hefur laungum
verið tilfinnanlegur, listamönnum til óbætanlegs tjóns. Þessi skortur
á gagnrýni hefur átt sinn þátt í að drepa dug úr ýmsum listamanns-
efnum vorum, ekki síst þar sem ómerkilegt hól eða jafnómerkilegt
hróp og níð hefur oft komið í hennar stað. Þó held ég að hólið hafi
orðið til að spilla fleiri góðum listamannsefnum en níðið. Vér höfum
séð þess ýmis átakanleg dæmi, hvernig kunníngjalof hefur orðið góð-
um mannsefnum að hægum hvíldarfaðmi getulausrar sjálfsánægju þar
sem allar listgáfur eru dæmdar til að lognast útaf: ekki var úngur
efnilegur listamaður fyr búinn að stíga fyrstu virðíngarverðu skrefin
á braut sinni en skrum úr áhrifaríkum vinum var orðið honum að
unaðslegu andlegu banameini. Vér nútímaíslendíngar erum dálítið
gefnir fyrir að sýna okkur, extróvertar sem kallað er, laung yfirlega
yfir verki innan fjögurra veggja hentar okkur miðlúngi vel; nákvæmni
og natni, seinleg listræn vinnubrögð sem byggjast umfram alt á góðum
taugum, sú samviska listamannsins sem aldrei víkur fyrir erfiðleikum
í starfi, aldrei velur hið ódýrara, heldur altaf hið dýrasta, það sem
kostar mesta fyrirhöfn — þetta á ekki við okkur. Við þurfum að
sigrast alveg sérstaklega á okkur sjálfum til að hemja okkur við erfitt
verk. Vér höfum einkennilega náttúru margir hverjir til að hrófla ein-
hverju upp í logandi bráð, hálfpartinn af nýúngagirni, hálfpartinn af
fikti einsog börn, rjúka síðan á stað til að sýna það, og þó einkum til
að fá hól fyrir það, taka síðan öllum fagurgala fegins hendi hversu
marklaus sem hann er, rétt einsog guð hefði talað. Það vill svo til að
hér get ég sjálfur úr flokki .talað, því ég hef áreiðanlega þjáðst manna
mest af þessari náttúru nútímaíslendínga sem ég hef leyft mér að hafa
nú orð á. Og ég vil leyfa mér að bæta við það sem nú var sagt þeirri
skoðun minni, að jafnvel fjandsamlegustu árásir óvinveittra aðilja séu
listamönnunum hollari en hól og lofdýrð. Allar þær staðhæfíngar sem
géra listamanninn ánægðan og segja að nú sé hann búinn að ná mark-