Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 54
44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ég veit ekki um neina slíka kvikmynd, sem gerð hafi verið eftir síð-
ustu styrjaldarlok. En þeim, sem nú lifa væri líkast til engu þægilegra
en hinum fyrri var að horfast í augu við þá, sem fórnuðu lífi sínu
að þessu sinni til þess að frelsa veröldina — frá skorti, frá kúgun, frá
ótta.
Við Islendingar höfum haft ástæðu til að kenna nokkurra vonbrigða
eftir stríðslok, þótt svo undarlega hafi farið, að pólitísk forusta lands-
ins láti ákaft til sín taka um að telja þjóðina á þá skoðun, að það, sem
uggvænt er og illkynjað í því tilliti sé ýmist saklaust eða teljist til
happa. Nú er það óvefengjanlegt, að samningar, sem við gerðum við
verndara okkar, voru ekki að öllu haldnir og okkur var sagt, að þeir
kynnu að verða rofnir gersamlega, ef við gengjum ekki að allþungum
kostum. Og það, sem þá hafðist fram —- að því, er látið var í veðri
vaka — með hæpnum kjörum — ég á við Keflavík — var á s.l. ári aft-
ur endurskoðað með nýjum samningi, sem veíður að teljast ný útgáfa
herverndarsamningsins frá 1942.
Þessi beiski bikar hefur verið búinn hið bezta af innlendum kunn-
áttumönnum og fyrir því orðið þægilegri viðurtöku og ábergingar. Og
vissulega hefur okkur verið sýnt margvíslegt tillæti, t. d. óspart verið
til kvaddir á ráðstefnur um stórmál í heimspólitíkinni, en að vísu ekki
orðið heimsfleygar þær tillögur eða úrræði, sem þar hafa runnið und-
an íslenzkum rifjum. En hvað um það — við höfum verið menn í
manna tölu þessi ár, stjórnmálaskörungar okkar eru þó hlutgengir á
alþjóðavettvangi, þótt allir markaðir lokist fyrir freðfiskinn.
Það var einhverntíma á stríðsárunum, að amerískur hermaður, sem
dvaldist í Afríku, skrifaði heirn til Bandaríkjanna og lét þess getið, að
um eitt hefði styrjöldin haft ótvíræð áhrif í þessu landi Svertingjanna,
þar sem hann dvaldist, staða konunnar væri orðin önnur en áður var.
Áður hafði húsfreyjunni verið hnýtt aftan í úlfaldann á ferðalögum,
því að hún var skör lægri að virðingu. En nú var hitt orðin tízka, að
konan gekk á undan og teymdi úlfaldann. Það var vegna þess, að alltaf
mátti búast við jarðsprengjum og þá var betra að hafa kvenmanninn
á undan, því að það er tilfinnanlegt tjón í þessu landi að missa úlfalda.
Það þykir ef til vill ósanngirni að heimfæra þessa sögu upp á breytta
aðstöðu okkar íslendinga af völdum síðustu styrjaldar og ýmiskonar
óvænta tillitssemi, sem okkur er sýnd. En þó má vera, að okkur væri