Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 66
\ 56 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Vörn friðarins er hlutverk alls mannkyns Ályktun samþykkt á heimsfriðarþinginu í París og Prag 25. apríl 1949 „Vér, fulltrúar almennings úr 72 löndum heims, karlar og konur af ólíkum þjóð- um, trúarbrögðum og skoðunum sjáum þá sameiginlegu hættu sem enn vofir yfir heiminum: styrjaldarhœttuna. Fjóruin árum eftir hinn ægilegasta hildarleik er þjóðunum hrundið út í voveif- legt herbúnaðarkapphlaup. Vísindunum sem ætluð eru til að tryggja mannkyninu hamingju hefur verið snúið af leið og þau neydd til að vinna í þágu styrjaldar. Ófriður geisar stöðugt í ýmsum löndum; kynt er aðallega að glóðum hans með íhlutun erlendra ríkja og beinum vopnaaðgerðum af þeirra hálfu. Saman komin á þessu mikla heimsfriðarþingi lýsum vér yfir því að vér höfum haldið huganum frjálsum og ekki látið hemaðaráróður orka á dómgreind vora. Vér vitum hverjir eru nú að eyðileggja sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vér vitum hverjir virða samn- inga, ætlaða til að halda uppi friði milli þjóða, sem pappírsgögn ein, hverjir hafna umleitunum um samkomulag og tilboðum um afvopnun, hverjir hervæðast af of- forsi og sýna sig í árásarham. Kjarnorkusprengjan er ekki varnarvopn. Vér neitum að taka þátt í leik þeirra sem vilja reisa eina ríkjahlökk upp á móti annarri. Vér erum andstæðingar stefnu hernaðarbandalaga sem reynast einatt illrar náttúru. Vér erum andstæð nýlendu- stefnu sem kveikir stöðugt vopnadeilur sem valdið geta nýrri heimsstyrjöld. Vér kærum yfir endurvopnun Vestur-Þýzkalands og Japans þar sem böðlum heimsins eru aftur fengin vopnin í hendur. Rofin fjárhagsviðskipti milli ríkjahópa, gerð með vilja og skipulagslega, hafa þegar tekið á sig mynd viðskiptabanns í hernaði. Heyjendur kalda stríðsins eru komnir af sjálfu hótunarstiginu út í beinan undir- húning styrjaldar. En það er staðreynd, sem heimsfriðarþingið er til vitnis um, að þjóðir heimsins ætla sér ekki lengur að vera afskiptalausar, lieldur taka virkan og skipulagslegan þátt í hinu sameiginlega málefni. Fulltrúar þessara þjóða á heimsfriðarþinginu lýsa yfir þessu í þeirra nafni: Vér styðjum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, en erum andvíg öllum hernaðar- bandalögum sem draga úr afli þessa sáttmála og leiða til styrjaldar. Vér erum and- víg aukningu hernaðarútgjalda, liinum óhæfilegu byrðum sem valda örbirgð og eymd með þjóðunum. Vér heimtum að bönnuð verði kjarnorkuvopn og önnur tæki til múgeyðingar á mannlegum verum. Vér krefjumst þess að takmarkaður verði herbúnaður stórveldanna og komið á fót öflugu alþjóðlegu eftirliti með hagnýtingu kjarnorkunnar eingöngu í frið- samlegum tilgangi og til farsældar mannkyninu. Vér herjumst fyrir þjóðernislegu sjálfstæði og friðsamlegu samstarfi allra þjóða og rétti þjóðanna til sjálfsákvörðunar sem frumskilyrði frelsis og friðar. Vér stönd- um í móti öllum aðgerðum sem miða að því að skerða eða bæla niður lýðræðisleg réttindi til að greiða götu hernaðarárásar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.