Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 66
\
56 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Vörn friðarins er hlutverk alls mannkyns
Ályktun samþykkt á heimsfriðarþinginu í París og Prag 25. apríl 1949
„Vér, fulltrúar almennings úr 72 löndum heims, karlar og konur af ólíkum þjóð-
um, trúarbrögðum og skoðunum sjáum þá sameiginlegu hættu sem enn vofir yfir
heiminum: styrjaldarhœttuna.
Fjóruin árum eftir hinn ægilegasta hildarleik er þjóðunum hrundið út í voveif-
legt herbúnaðarkapphlaup. Vísindunum sem ætluð eru til að tryggja mannkyninu
hamingju hefur verið snúið af leið og þau neydd til að vinna í þágu styrjaldar.
Ófriður geisar stöðugt í ýmsum löndum; kynt er aðallega að glóðum hans með
íhlutun erlendra ríkja og beinum vopnaaðgerðum af þeirra hálfu. Saman komin á
þessu mikla heimsfriðarþingi lýsum vér yfir því að vér höfum haldið huganum
frjálsum og ekki látið hemaðaráróður orka á dómgreind vora. Vér vitum hverjir
eru nú að eyðileggja sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vér vitum hverjir virða samn-
inga, ætlaða til að halda uppi friði milli þjóða, sem pappírsgögn ein, hverjir hafna
umleitunum um samkomulag og tilboðum um afvopnun, hverjir hervæðast af of-
forsi og sýna sig í árásarham.
Kjarnorkusprengjan er ekki varnarvopn. Vér neitum að taka þátt í leik þeirra
sem vilja reisa eina ríkjahlökk upp á móti annarri. Vér erum andstæðingar stefnu
hernaðarbandalaga sem reynast einatt illrar náttúru. Vér erum andstæð nýlendu-
stefnu sem kveikir stöðugt vopnadeilur sem valdið geta nýrri heimsstyrjöld. Vér
kærum yfir endurvopnun Vestur-Þýzkalands og Japans þar sem böðlum heimsins
eru aftur fengin vopnin í hendur. Rofin fjárhagsviðskipti milli ríkjahópa, gerð
með vilja og skipulagslega, hafa þegar tekið á sig mynd viðskiptabanns í hernaði.
Heyjendur kalda stríðsins eru komnir af sjálfu hótunarstiginu út í beinan undir-
húning styrjaldar.
En það er staðreynd, sem heimsfriðarþingið er til vitnis um, að þjóðir heimsins
ætla sér ekki lengur að vera afskiptalausar, lieldur taka virkan og skipulagslegan
þátt í hinu sameiginlega málefni. Fulltrúar þessara þjóða á heimsfriðarþinginu
lýsa yfir þessu í þeirra nafni:
Vér styðjum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, en erum andvíg öllum hernaðar-
bandalögum sem draga úr afli þessa sáttmála og leiða til styrjaldar. Vér erum and-
víg aukningu hernaðarútgjalda, liinum óhæfilegu byrðum sem valda örbirgð og
eymd með þjóðunum. Vér heimtum að bönnuð verði kjarnorkuvopn og önnur
tæki til múgeyðingar á mannlegum verum.
Vér krefjumst þess að takmarkaður verði herbúnaður stórveldanna og komið
á fót öflugu alþjóðlegu eftirliti með hagnýtingu kjarnorkunnar eingöngu í frið-
samlegum tilgangi og til farsældar mannkyninu.
Vér herjumst fyrir þjóðernislegu sjálfstæði og friðsamlegu samstarfi allra þjóða
og rétti þjóðanna til sjálfsákvörðunar sem frumskilyrði frelsis og friðar. Vér stönd-
um í móti öllum aðgerðum sem miða að því að skerða eða bæla niður lýðræðisleg
réttindi til að greiða götu hernaðarárásar.