Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 70
60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
A£ þeim sökum er vinnuneitun hafnarverkamanna hliðstæð því að vísindamenn
neituðu að starfa í þjónustu dauðans.
Réttlæting þeirrar afstöðu hjá almenningi gæti verið sú, að menn þessir skildu
stéttabaráttuna, að þeir breyttu samkvæmt kröfum stéttvisinnar.
En ef vér eigum að fá með oss hvern alþýðumann, hvern heiðarlegan guðstrúar-
mann, held ég að rétt sé að leggja áherzlu á þá staðreynd að þessi vinnuneitun er
ekki einungis knúin fram af stéttvísi, heldur er hún jafnframt knúin fram af
nauðsyn sem á sér djúpar rætur í samvizku verkamanna, hreinni og barnslegri.
Það er vegna þess, að stríðið sem þeim er sagt að stuðla að er glæpur. Það er
ágengnisstríð og það er glæpur, ekki einungis fyrir samvizkudómi einstaklingsins
heldur einnig að alþjóðalögum. Það er líka stríð fjöldamorða, og einnig af þeint
sökum glæpur. Neiti menn að stuðla nokkuð að þeim glæp rís sú neitun úr sam-
vizkudjúpi hvers heiðvirðs manns.
EMI SIAO, ríthöfundur, julltrúi hins nýja Kína:
Hinar 475 miljónir einstaklinga kínversku þjóðarinnar eru einhuga ráðnar í að
byggja með friðsamlegu starfi hið nýja, sjálfstæða lýðræðisríki sitt og menningu
sína. Kínverska þjóðin æskir þess að mega græða sárin eftir grimmdarþrungna
styrjöld og reisa efnahagslíf þjóðarinnar úr rúst. Þess vegna er friður brýn nauð-
syn Kínverjum.
í stefnuskránni sem samin var á bráðabirgðaþingi kínversku þjóðarinnar, segir:
„Alþýðulýðveldið Kína mun tengjast öllum þeim þjóðuni og löndum sem fylgj-
andi eru friði og frelsi, fyrst og fremst Sovétríkjunum, löndum alþýðulýðveldanna
og öllum undirokuðum þjóðum. Kína mun fylkja sér í heimsfylkingu friðar og
lýðræðis, berjast gegn heimsvaldaásælni og vernda heimsfriðinn.“
Mér er það einlægt ánægjuefni að geta skýrt friðarnefndinni og öllum þeim
sem vinna að friði frá mikilvægum atburði: Samningur hefur verið gerður um
vináttu, bandalag og gagnkvæma hjálp rnilli alþýðulýðveldisins Kína og Sovét-
ríkjanna. Þetta er bróðurlegt bandalag vináttu og gagnkvæmrar hjálpar, sem ein-
ungis er hægt að mynda milli sósíalistískra ríkja eða hinna nýju lýðræðisríkja.
I 54. grein stefnuskrárinnar segir: „Það er meginregla utanríkisstefnu alþýðu-
lýðveldisins Kína að verja sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar og friðhelgi landsins,
að halda traustan frið, hafa nána samvinnu við þjóðir allra landa og berjast gegn
heimsvaldapólitík yfirgangs og styrjalda."
Ég vildi einnig leggja áherzlu á þá staðreynd, að baráttan fyrir friði er nátengd
baráttu fyrir lýðræði og sjálfstæði allra þjóða.
Þar er Kína gott dæmi. Ef kínverska þjóðin hefði ekki varpað Sjang Kajsék
frá völdum, upphafsmanni stríðsins í Kína, er reyndi með öllum ráðum að æsa til
þriðju heimsstyrjaldarinnar; ef kínverska þjóðin hefði ekki hrakið af kínverskri