Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 71
MEÐ FRIÐI GEGN STRÍÐI
61
grundu bandarisku heimsvaldasinnana sem studdu Sjang Kajsék, og halda ])ví
áfram, — hefði aldrei fengizt friður í Kína eða Austur-Asíu.
Sérhver þjóð verður að ráða örlögum sínum. Vér styðjum af alefli sjálfstæðis-
haráttu allra þjóða.
Vinir mínir, verndarar friðarins, fylkingar vorar stækka stöðugt. Sköpun al-
þýðulýðveldisins Kína, sköpun lýðræðislýðveldis í Þýzkalandi, sköpun Viet Nam
eru allt mikilvægar staðreyndir er styrkja fylkingar friðarins. Helmingur mann-
kynsins hefur þegar fylkt liði í heimsfriðarhreyfingunni.
#
Vér lýsum yfir heilshugar samstöðu með hinum lmgdjörfu verkamönnum Frakk-
lands, Italíu og Hollands sem neita að flytja hergögn. Vér skulum efla friðar-
hreyfinguna. Treystum tengslin milli heimsnefndarinnar og þjóðanefndanna. Efl-
um skipulagningu og áróður friðarnefnda vorra í öllum löndum. Sviptum grím-
unni af þeim sem vilja styrjöld. í fyllstu einlægni hvetjum vér þjóðir Ameríku og
Evrópu:
Ef þið horfið opnum augum á það sem er að gerast, ef þið heyið skipulagða
baráttu fyrir lýðræði og frelsi og gegn stríðshuga, þá verður auðdrottnum Wall-
strætis um megn að framkvæma fyrirætlanir sínar.
0. JOHN ROGGE, jyrrv. aðstoðarmaður ríkissaksóknara Bandaríkjanna:
Ég er samþykkur og vildi leggja áherzlu á það atriði að kapítalismi og komm-
únismi geti verið til samtimis og keppt friðsamlega hvor við annan.
Stundum verður mér á að hugsa um Bandaríkin og Sovétríkin sem tvo vagn-
hesta, er ekki hafa vanizt saman fyrir vagni. Þau verða að venjast hvort öðru
og læra að vinna saman að friði sem samstarfsþjóðir innan sameinuðu þjóðanna.
*
Mig langar h'ka til að skýra frá því að ástand friðarhreyfingarinnar í Banda-
ríkjunum er ekki eins slæmt og því hefur verið lýst. Þar er einnig unnið að því
vitandi vits að afstýra styrjöld.
Friðarhreyfingin í Bandaríkjunum vinnur með ýmsu móti. Nefna má mjög víð-
tækt starf kennimanna mótmælenda til verndar friði. Það er ekki einungis ein-
staklingar í prestastétt sem hvatt hafa til friðar, heldur hafa samþykktir verið
gerðar á þingum hinna ýmsu mótmælendakirkna, þar sem fulltrúar þúsunda
manna krefjast þess að bundinn sé endi á kalda stríðið.
AUt frá því ég hélt ræðuna í Kreml, hef ég fengið boð frá hinum fjarskyldustu
samtökum um öll Bandaríkin, frá Massachusetts til Californíu, frá Washington til
Louisiana og Florida, um að halda ræður á fundum þeirra.
Ég mun taka þessum boðum. Ég skal benda á þá staðreynd að ég gat innan
veggja Kremls vitnað í ummæli Thomasar Jeffersons um pólitískt frelsi og að