Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 77
OPIÐ BRÉF TIL RITHÖFUNDA
67
Rómverjar hinir fornu héldu því fram að menntagyðjurnar þegðu meðan vopnin
töluðu. I dag eiga menntagyðjurnar að upphefja raust sína, þær eiga að tala til
þess að vopnin geti það ekki.
Ég sný mér til þeirra rithöfunda á Vesturlöndum sem líta öðrum augum á
lífið en vér, til þeirra af þeim sem oft finna til og hugsa öðruvísi en vér. Ég sný
mér ekki til fylgjenda einnar og sömu hugsjónar, heldur til allra heiðarlegra rit-
höfunda á Vesturlöndum. Ég mælist ekki til þess að þeir aðhyllist sjónarmið mín
í félagslegum, pólitískum eða fagurfræðilegum efnum. Ég mælist ekki til þess að
þeir verji einn stjórnmálaflokk gegn öðrum flokkum, eða eitt ríki gegn öðru. Ég
mælist ekki til þess að þeir fordæmi einhverja stjórn vegna stefnu hennar í innan-
ríkismálum. Ég mælist til alls annars og fullkomlega aðgengilegs atriðis: ég
mælist til þess að þeir taki til máls gegn kjarnorkuvopninu, gegn sprengjum og
ofursprengjum sem ógna öllum mönnum; ég mælist til þess að þeir ljái fylgi sitt
þeirri kröfu sem sett var fram af verjendum friðarins um skilyrðislaust bann við
kjarnorkuvopninu og um stofnun eftirlits með framkvæmd þessa banns; ég mælist
til þess að þeir fordæmi þá ríkisstjórn sem dirfist að verða fyrst til að varpa
kjarnorkusprengju á íbúa hvaða lands sem er.
Ávarpið sem samþykkt var á þriðju ráðstefnu fastanefndar verjenda friðarins
felur hvorki í sér dulargervi né herbrögð né hlutdrægni. „Leyndarmálið" sem tengt
er framleiðslu kjarnorkuvopnsins er ekki lengur einokuð eign neins eins ríkis.
Með kröfunni um bann við kjarnorkuvopninu krefjumst vér banns við því í öllum
ríkjum þar sem þetta vopn er framleitt eða hægt er að framleiða það. Vér hvetjum
engan til að fordæma stjórn þessa ríkis eða hins, en vér hvetjum menn til að for-
dæma þá ríkisstjórn sem dirfist að verða fyrst til að beita vopni til múgeyðingar
á mannslífum. Þetta er ekki dómur, heldur viðvörun. Eftir að vér höfðum skrifað
undir þetta ávarp höfum vér snúið okkur til allra góðviljaðra manna. Ég hygg að
sá sem tekur til máls gegn kröfu vorri um bann við kjarnorkuvopninu komi með
því upp um glæpsamlegar fyrirætlanir sínar. Ég hygg að sá sem vill ekki lýsa því
yfir að þeir menn sem dirfðust að beita þessu vopni væru glæpamenn, komi með
því upp um mannhaturstilgang sinn.
Ég mælist til þess að þér, rithöfundar á Vesturlöndum, Ijáið fylgi ávarpi voru
sem er eingöngu ávöxtur þeirrar umhyggju er vér berum í brjósti fyrir því að
verja húmanismann og menninguna.
Ég hef beinlínis í liuga ákveðna vestræna rithöfunda sem geta ekki verið sam-
þykkir fyrirætlunum um múgeyðingu mannslífa, en hafa ekki ennþá, að því er
ég bezt veit, risið til andstöðu gegn kjarnorkuvopninu. Ég vil leyfa mér að ávarpa
hvern einstakan þeirra og ég vona að það megi verða til þess að skýra nátlar
meginefni ávarps míns.
[Síðan snýr Ehrenburg sér beint til eftirfarandi rithöfunda: Ernest He-
mingway, Roger Martin du Gard, J. B. Priestley, Erskine Caldwell, André
Chamson, John Steinbeck og Alberto Moravia. Hér á eftir eru tekin tvö
dæmi um þessi ávörp.]