Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 89
LEIKHÚS NÚTÍMANS — EÐLI ÞESS OG TILGANGUR 79 andlegur aðili, sem vill yfirleitt láta til sín taka nú á tímum, verður að beita sér í þágu skilningsins. Einmitt þetta gefur leikhúsinu markorðið. Því að sá skilningur, sem nú er nauðsynlegur, er ekki fræðilegur, fjar- rænn skilningur, heldur er um að ræða skýrt auga, glöggvun á ástand- inu, innsýn í samhengi, mótun nýrrar vitundar, sem þekkir hin nýju landamörk og víglínur. Að þessurn skilningi getur leikhúsið þeim mun auðveldlegar unnið, að það getur leitt fram þau öfl, sem um er að ræða að vinni saman, í ávarpi og andsvari, sem holdiklædda andstæðinga. Hvernig á að skilja þá kröfu, að leikhúsið hvetji til athafna? Með þessari spurningu komum vér inn á hættulegt svið. Vér nálgumst þær þröngsýnishugmyndir urn athafnaörvun og baráttu, sem fela í sér, að heill leikhússins sé því skilyrði bundin, að það standi föstum fótum í kennisetningum og flokkspólitík. Urn slíkt getur auðvitað ekki verið að ræða hér. Athafnaörvun verður leikhús nútímans að skilja víðari skiln- ingi, sem skírskotun til mannsins: Samtíð vor gerir ekki aðeins kröfu til tilfinninga þinna og athugana. Það sem fyrst og fremst er krafizt af þér, er að þú leggir fram allan persónuleik þinn, alvöruþunga og ein- beitni. Vér megum ekki standa glottandi hjá, ekki una njótandi við skoðun, heldur eigum vér að lifa oss til fulls inn í aðstæður líðandi tíma, gera oss grein fyrir því, hvar vér „eigum heima“ — út frá þeim skilningi, að hver og einn af oss getur að vísu hugsað á sinn sérstaka hátt, en á þó samkvæmt innsta eðli persónuleika síns, félagslegum veruleika sínum og manngerð heima á ákveðnum stað og ber skylda til að verja þann stað. Þessi örvun mannsins til athafna, sem leikhúsið getur látið af sér leiða, hefur ekki einungis gildi, þegar urn er að ræða hinar pólitísk-fé- lagslegu andstæður, hún er ekki síður mikilvæg varðandi afstöðu vora til menningarlegra vandamála, lífsskoðunar og trúmála. Hún er mikil- væg fyrir manninn allan og alla þjóðina. Hún kallar alla til að auðga hugsunarhátt sinn, tilfinningar og athafnir sterkri lífsfyllingu. Leikhúsið verður að skilja, að hinar almennu vinsældir, sem listiðkun naut fyrr á tímum, er ekki lengur til meðal vor. Það verður að geta sannað tilverurétt sinn með því að þjóna lífinu í raun og sannleika. Nú á tímum getur leikhús því aðeins dafnað og þróazt, að það gerist skil- yrðislaus þátttakandi í lífinu. Og slík meðlifun þýðir: Þátttaka í bar- áttu nútímans, gagnger íhugun á vandamálum nútímans, þátttaka í mótun hins nýja lífstilgangs. Gisli Asmundsson íslenzkaði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.