Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og dýra orðið fyrir áhrif umhverfisins. Rétt er að taka fram að Darwin
áleit einnig að áunnir eiginleikar væru erfanlegir.
2) Arfgengi sé ekki eingöngu bundið við frumukjarnann eða litn-
ingana heldur hafi hver ögn líkamans sitt arfgengi.
3) Að mögulegt sé að breyta arfgengi jurta og dýra í ákveðnar
áttir með vissum breytingum á lífsskilyrðum og umhverfi.
011 þessi atriði telur Lýsenkó sönnuð með tilraunum, sínum eigin
og margra annarra. Ymislegt fleira mætti telja upp til viðbótar við
þessi þrjú höfuðatriði, sem nú voru talin. Því er t. d. haldið fram að
við kynblöndun jurta og dýra erfist eiginleikar móðurinnar yfirleitt
sterkar en eiginleikar föðurins. Einnig mætti bæta því við að Lýsenkó
telur sig hafa sýnt að samkeppni um lífsmöguleika milli einstaklinga
sömu tegundar eigi sér ekki stað, a. m. k. ekki meðal jurta. Einnig er
rétt að taka fram að hér er ekki um neitt endanlegt fastskorðað kerfi
að ræða, heldur grundvöll til frekari rannsókna á eðli hinnar lifandi
náttúru og hvernig hægt sé að hafa stjórn á þróun hennar.
Þeir vísindamenn innan Ráðstjórnarríkjanna sem oftast er vitnað
til um þessi mál og taldir eru hafa lagt grundvöllinn að hinni nýju
líffræði, hver í sinni grein, eru þessir helztir: I almennri líffræði og
lífeðlisfræði Timirjasej og Setsjenof, í jarðvegsfræði W/ilIiams, í hús-
dýrarækt Ivanof, og í jurtalíffræði og jurtakynbótum Mitsjúrín og
Lýsenkó.
III
Þess ber að gæta að Lýsenkó á að jafnaði við dálítið annað með
arfgengi en klassísku erfðafræðingarnir. Ef til vill er réttara að segja
að hann lítur öðruvísi á fyrirbæri hinnar lifandi náttúru. Einkum
leggur hann meiri áherzlu á áhrif umhverfisins. Lífverurnar, umhverfi
þeirra og lífsskilyrði, beri allt að skoða í samhengi, sem eina heild.
Klassísku erfðafræðingarnir eru hinsvegar vanir að rannsaka ein-
angruð fyrirbæri og hafa fundið vissar reglur sem gilda um arfgengi
einstakra eiginleika hjá sumum lífverum við ákveðin skilyrði, eins og
t. d. hin svokölluðu mendelslögmál, sem eru fjarri því að vera algild.
Skilgreining Lýsenkós á arfgengi eins og það mál er skýrt í bók hans
„Heridity and its Variability“ frá 1943 er nánast sem hér segir:
„Arfgengi er sá hœfileiki li.fandi vera að krefjast ákveðinna líjsskil-