Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 99
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM 89 V Onnur aðalsönnun Lýsenkós fyrir því að áunnir eiginleikar geti gengið að erfðum og að hægt sé að breyta arfgenginu í vissar áttir eru tilraunir hans með svokallaða vorun jurta og mjög athyglisverð- ar stökkbreytingar, þ. e. myndun nýrra tegunda, sem fram hafa komið við þær tilraunir. Eins ög kunnugt er hefur verið sýnt fram á það með fjölda tilrauna á seinni árum að stökkbreytingar geta átt sér stað hjá jurtum, einkum fyrir áhrif kemískra efna, ljósgeisla, röntgengeisla o. fl. Breytingarnar sem verða af þessum orsökum eru yfirleitt taldar óvissar þannig að ekki er hægt að segja fyrir um þær, og afbrigðin sem myndast eru venjulega skaðleg eða óhæf til að þróast við þau skilyrði sem fyrir hendi eru. Þó hefur á allra-síðustu tímum einnig heyrzt talað um svo- kallaðar jákvæðar stökkbreytingar. Sænski erfðafræðingurinn Gustafs- son heldur því t. d. fram (1948) að stökkbreytingar séu síður en svo háðar tilviljunum og sé hægt að hafa stjórn á þeim með því að breyta umhverfi frumanna. Lýsenkó neitar því ekki að stökkbreytingar gerist fyrir áhrif geisl- unar og kemískra efna, en telur að slíkar aðferðir séu of grófgerðar truflanir á lífsstörfum jurtanna til þess að hægt sé að fá fram hentugar eða æskilegar breytingar með þeim. Eins og áður hefur verið tekið fram telur Lýsenkó sannað að unnt sé að fá fram arfgengar breytingar hjá jurtum fyrir áhrif lífsskilyrða og umhverfis á vissum stigum á þróunarbraut einslaklinganna. I því sambandi hefur hin svonefnda vorun mikla þýðingu. Vorunin er mjög snjöll aðferð til að stytta vaxtartíma jurta og fá þær til að blómgast og bera fræ fyrr en ella. Lýsenkó hefur fyrstur manna notað þessa aðferð í hagnýtum tilgangi og einnig sett fram sérstaka kenn- ingu um vöxt og þroska jurta til skýringar á þessu fyrirbæri. Kenning þessi, sem á ensku kallast „theory of phasic development“ er nú viður- kennd af líffræðingum um allan heim. Aðalatriði hennar eru þessi: Þróun jurta gerist í aðgreindum stigum eða þroskaskeiðum og getur nýtt þroskaskeið ekki hafizt fyrr en hinum fyrri er lokið. Mismunandi þroskaskeið þarfnast ólíkra ytri skilyrða sem verða að vera uppfvllt í réttri röð til þess að jurtin komist þróunarferil sinn á enda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.