Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 102
92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ir sem sýna svipaðar niðurstöður og tilraunir Lýsenkós og virðast
styðja skoðanir hans.
Sem dæmi mætti nefna eina tilraun sem gerð var í Englandi á síð-
astliðnu ári og virðist sýna ennþá róttækari stökkbreytingu en hlið-
stæð tilraun Lýsenkós um breytingu einnar hveititegundar í aðra.
Tilraun þessi fjallar um áhrif penisillíns á vissa bakteríutegund og
er gerð af brezkum líffræðingi að nafni E. F. Gale.
Bakteríum má skipta í tvo hópa með tilliti til áhrifa penisillíns á
þær: 1) Þær bakteríur sem penisillín verkar á eru kúlulaga, svokallaðir
kokkar og hafa ýmis sameiginleg einkenni, svo sem að hægt er að
lita þær með vissri litunaraðferð sem kallast Gram-aðferð. Auk þess
þurfa þær að fá sumar amínósýrur og sum fjörefni með næringunni á
svipaðan hátt og þekkist hjá dýrum og mönnum. 2) Þær bakteríur
sem þola penisillín eru aftur á móti staflaga, litast ekki með Gram-að-
ferð og þurfa ekki að fá amínósýrur eða fjörefni með fæðunni.
E. F. Gale gerði nú tilraun til að æfa tiltekna kokkategund — stafylo-
coccus aureus ■—■ í að þola penisillín með því að gefa þeim örlítinn
skammt fyrst og síðan aukinn smátt og smátt, þannig að bakterían
drepst ekki, en virðist venjast eitrinu. Kom þá í ljós að á vissu stigi
breyttist bakteríuhópurinn skvndilega og urðu allar bakteríurnar staf-
laga og fengu að öðru leyti öll einkenni baktería sem þola penisillín
Því hefur verið haldið fram í ýmsum öðrum tilfellum að hægt væri
að venja bakteríur við eiturefni, sem eru þeirn banvæn í fyrstu, og er
það auðvitað mikilvægt atriði fyrir læknisfræðina.
VI
Ádeilur Lýsenkós á klassísku erfðafræðingana eru mjög óvægilegar
og, að því er sumir telja, ósanngjarnar.
Því hefur verið haldið fram af J. B. S. Haldane og fleirum að Lýs-
enkó geri að aðalatriði að ráðast á skoðanir og kenningar, sem séu
löngu úreltar líka á Vesturlöndum, og að hann þekki ekki skoðanir
erfðafræðinga í Ameríku og Englandi eins og þær koma frarn í vís-
indaritum þeirra í dag.
Þessi gagnrýni Haldanes hygg ég hafi við nokkuð að styðjast. Lv-
senkó vitnar einkum í það sem stendur í alþýðlegum bókum, kennslu-
bókum og alfræðibókum. Þetta eru að vísu sumt ný verk og sumar