Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 114
104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
V
Kringum brezka útvarpiS hefur verið sett á fót mikilvæg stofnun.
Hlutverk hennar er það að koma fleira og fleira af fólkinu í samband
við útvarpið. Þessi stofnun heitir „ráðgjafanefndin“. Hana skipa full-
trúar frá ýmsum iðngreinum. Hún er tilnefnd af útvarpsráði og í
sámræmi við ríkisstjórnina.
Innan þessarar stofnunar ríkir einnig ákveðin stjórnmálastefna. sem
lætur til sín taka í pólitískum störfum útvarpsins. Foringjalið nefndar-
innar er frá þremur aðiljum: Churchillsflokknum, Miinchenpólitíkus-
unum og vopnaframleiðendum.
Formaður nefndarinnar er jarlinn af Halifax. Það er þessi herra, á-
satnt Neville Chamberlain, sem ber meginábyrgðina á hinni örlagaríku
pólitík, sem England rak fyrir styrjöldina.
Þáð er alkunnugt, að Halifax gekkst fyrir samdrætti við Hitler og
ensk-þýzku bandalagi, sem beint skyldi gegn Sovétríkjunum. Sem utan-
ríkisráðherra Englands er hann og ábyrgur fyrir hinu glæpsamlega
Munchensamkomulagi, sem smiðshöggið var rekið á í september 1938.
Og Halifax var einn af athafnasömustu mönnum Clivedenklíkunnar. er
spann snörur sínar úr hinu mikla herrasetri Astor-miljarðamæringanna
til Hitlersþýzkalands. Árið 1940 varð hann að víkja burt úr utanríkis-
ráðuneytinu. Síðan var hann í mörg ár sendiherra Englands í Washing-
ton. Nú á þessi gamli stríðsundirróðrarrefur það stjórn sósíaldemó-
krata að þakka að hafa fengið þá stöðu að vera æðsti stjórnmálaráð-
gjáfi brezka útvarpsins.
■ Við hlið Halifax í ráðgjafanefndinni situr Brand lávarður, fjár-
málaheili Clivedenklíkunnar og fyrrverandi stjórnarmeðlimur ensk-
fi'ansk-ameríska bankans Lazard Brothers and Co. En þessi banki
kostaði Múnchenmennina í ýmsum löndum og mútaði blöðum og þing-
mönnum til fylgis við Hitler. Hann styrkti Hitlersagenta í Frakklandi,
sérstaklega utanríkisráðherrann Bonnet, sem var lögfræðilegur ráð-
gjafi bankans. Og enn í dag á Lazard Brothers gildan þátt í alþjóð-
legum samsærisklíkum gegn Sovétríkjunum.
Síðan styrjöldinni lauk, hefur brezka útvarpið verið pólitískur vett-
vahgur Churchills. Hann á þó ekki sjálfur sæti í ráðgjafanefndinni. En
terigdasonur hans, Duncan Sandys, er einn af áhrifaríkustu mönnum
hennar.