Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 121
MÚS 111 lega. Hann botnaði ekkert í þessu litla skrýtna kvikindi sem var að draga algengan spotta eftir grundinni. Kattarmóðirin settist þegar hún var búin að sleppa músinni. Hún lét sem hún sæi hvorki hana eða kettlinginn, en tók að sleikja á sér bringuna í ákafa. Þegar kettlingurinn mjálmaði, hætti hún að sleikja sig og sneri sér að nýju að músinni. Með grimmdarlegu urri réðst hún á hana, tók hana í kjaftinn og fleygði henni upp í loftið, stökk á eftir henni og greip hana fimlega með framlöppunum. Um leið og hún kom niður, veltist hún um koll án þess að sleppa henni. Svo lét hún hana lausa og sló í lærið á henni hranalega. Doðinn rann af músinni við óhljóðin og loftköstin og höggið af kattarloppunni. Oðara en hún var laus, hljóp hún af stað vælandi. Nú var henni ljós hættan, og hún reyndi í ofboði að flýja. Kisa lofaði henni að hlaupa nokkra metra í þeirri von að kettlingur- inn mundi elta hana og ráðast á hana eins og hann hafði séð móður sína gera. En kettlingurinn skildi ekki ennþá þennan leik. Hann var ekki búinn að ná sér af þeirri undarlegu kennd sem vaknað hafði hjá honurn við þefinn af þessum brúna kroppi sem dró á eftir sér hala, áþekkan spotta. Hann elti halann, af því hann var slíku vanur, sló í hann með loppunni og velti vöngum. Músin hraðaði ferðinni. Kisa tók undir sig stökk, svo að kettlings- aulinn skyldi ekki missa bráðina. í þetta skipti steig hún hranalega ofan á bakið á músinni og beygði sig yfir hana. Svo leit hún til kettl- ingsins, lét skína í tennurnar og urraði. Hún greip utan um hausinn á músinni með kjaftinum og rétti sig upp án þess að lina á grimmdar- legu urrinu. Svo gekk hún nokkur skref með halann á músinni lafandi niður bringuna á sér. Músin krafsaði í örvæntingu með litlum bleikum löppunum í kjaftinn á kettinum. Svo lagðist kisa, hélt músinni milli framlappanna og hallaði undir flatt eins og hún ætlaði að fara að éta hana. Þá gaf kettlingurinn frá sér hljóð. Móðir hans sleppti músinni hvatlega, stóð á fætur og gekk burt, þefandi af grundinni. Loksins hafði kettlingurinn skilið. Aðfarir móður hans, þegar hún lézt ætla að éta músina, vöktu hjá honum löngun til að drepa. Nú gerði þefurinn af brúna kroppnum hann óðan. Hann langaði nú aftur til að hamast, eins og þegar hann var að rífa pappírinn sundur með klónum og velta sér í vellystingu innan um blómin. En þessi ástríða var miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.