Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 129
ARTUR LUNDKVIST: íslenzkt sjálfstæði Skáldsögur Halldórs Laxness, Islandsklukkan og Sjálfstœtt fólk, sem nýlega eru komnar út á sænsku hafa vakið mikla eftirtekt í Svíþjóð, hlotið beztu dóma í blöðum og tímaritum eða réttara sagt einróma lof. Islenzkum lesendum sem fengu ekki ósjaldan að heyra að bœkur Halldórs og Sjálfstœtt fólk sér í lagi vœru óhróður um þjóðina og henni til vansœmdar erlendis birtum við hér til fróðleiks sýnishorn af því hvernig Svíar rita um söguna, ritdóm úr stærsta dagblaði Stokk- hólms Dagens Nyheter (16. sept. 1949) eftir Ijóðskáldið Artur Lund- kvist, sem jajnjramt er einn gáfaðasti gagnrýnandi Svía. Ritstj. ísland er lítið land sem virðist stærra en það er vegna andstæðna sinna. Þar hafa átzt við frá fomu fari þrjózk frelsisást og þjakandi neyð; við það bætist nú á dögum vitundin um legu Islands milli Evrópu og Ameríku, milli þúsund ára gamals bænda- arfs og háværrar, óróasamrar nútímamenningar. Það er líka snarpur gustur þjóð- félagsmála í íslenzkum nútíðarbókmenntum, og framar öllu í verkum þess höfund- arins sem hæst ber, Halldórs Kiljans Laxness. Þetta ákaflynda ljúfmenni sem lifað hefur víða um heim, jafntrúr og tryggur landi sínu í skáldskapnum sem sjófuglinn í hreiðri sínu, er í hópi hinna miklu söguskálda; sannur nútímahöfundur sem flytur oss bergmál hinna sögulegu víðema. List hans er tiguleg og frjáls og bragar sem norðurijós, en á um leið jarðhita goshversins. Meðal höfuðrita Halldórs Laxness frá fjórða tugi aldarinnar er Sjálfstœtt fólk, sem nú er koinin út í nákvæmri sænskri þýðingu Onnu Z. Osterman. I fyrri skáld- sögu sinni „Sölku Völku“ lvsti Laxness fólkinu við sjávarsíðuna, þar er þungamiðj- an örlög ástheitrar konu sem kúgun þjóðfélagsins bitnar á. I „Sjálfstæðu fólki“ er skýrt frá æfilangri viðureign kotbóndans við náttúm og þjóðfélag, baráttu hans fyrir mannsæmandi lífi og dýrkeyptu frelsi. Síðar lýsti Laxness menntunarörðug- leikum og brauðstriti hins fátæka alþýðuskálds, óslökkvandi glóð hugarflugsins í rjúkandi sverði hins virka dags; og loks er „íslandsklukkan", hin breiða og djúp- tæka sögulega lýsing á frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Bjartur í Sumarhúsum er fremstur í flokki hins sjálfstæða fólks í sögu Laxness, landnámsmaður sem lítur á sjálfstæðið sem takmark lífsins; hann hefur verið í vinnumennsku árum saman og alið upp í sér stöðugt sterkari löngun til að verða sjálfum sér ráðandi og láta ekki á sig ganga. Hann býður hjátrúnni byrginn og ræðst ásamt lúsugri hundtík sinni á illa ræmda mýrarjörð uppi á heiði, og reisir þar torfbæ sinn við læk sem grænkar af horblöðku á vorin. Síðar flytur hann þangað brúði sfna og kindur, en brúðurin er þegar spjölluð af völdum sonar fyrri húsbænda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.