Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 129
ARTUR LUNDKVIST:
íslenzkt sjálfstæði
Skáldsögur Halldórs Laxness, Islandsklukkan og Sjálfstœtt fólk, sem
nýlega eru komnar út á sænsku hafa vakið mikla eftirtekt í Svíþjóð,
hlotið beztu dóma í blöðum og tímaritum eða réttara sagt einróma
lof. Islenzkum lesendum sem fengu ekki ósjaldan að heyra að bœkur
Halldórs og Sjálfstœtt fólk sér í lagi vœru óhróður um þjóðina og
henni til vansœmdar erlendis birtum við hér til fróðleiks sýnishorn
af því hvernig Svíar rita um söguna, ritdóm úr stærsta dagblaði Stokk-
hólms Dagens Nyheter (16. sept. 1949) eftir Ijóðskáldið Artur Lund-
kvist, sem jajnjramt er einn gáfaðasti gagnrýnandi Svía. Ritstj.
ísland er lítið land sem virðist stærra en það er vegna andstæðna sinna. Þar hafa
átzt við frá fomu fari þrjózk frelsisást og þjakandi neyð; við það bætist nú á dögum
vitundin um legu Islands milli Evrópu og Ameríku, milli þúsund ára gamals bænda-
arfs og háværrar, óróasamrar nútímamenningar. Það er líka snarpur gustur þjóð-
félagsmála í íslenzkum nútíðarbókmenntum, og framar öllu í verkum þess höfund-
arins sem hæst ber, Halldórs Kiljans Laxness. Þetta ákaflynda ljúfmenni sem lifað
hefur víða um heim, jafntrúr og tryggur landi sínu í skáldskapnum sem sjófuglinn
í hreiðri sínu, er í hópi hinna miklu söguskálda; sannur nútímahöfundur sem flytur
oss bergmál hinna sögulegu víðema. List hans er tiguleg og frjáls og bragar sem
norðurijós, en á um leið jarðhita goshversins.
Meðal höfuðrita Halldórs Laxness frá fjórða tugi aldarinnar er Sjálfstœtt fólk,
sem nú er koinin út í nákvæmri sænskri þýðingu Onnu Z. Osterman. I fyrri skáld-
sögu sinni „Sölku Völku“ lvsti Laxness fólkinu við sjávarsíðuna, þar er þungamiðj-
an örlög ástheitrar konu sem kúgun þjóðfélagsins bitnar á. I „Sjálfstæðu fólki“ er
skýrt frá æfilangri viðureign kotbóndans við náttúm og þjóðfélag, baráttu hans
fyrir mannsæmandi lífi og dýrkeyptu frelsi. Síðar lýsti Laxness menntunarörðug-
leikum og brauðstriti hins fátæka alþýðuskálds, óslökkvandi glóð hugarflugsins í
rjúkandi sverði hins virka dags; og loks er „íslandsklukkan", hin breiða og djúp-
tæka sögulega lýsing á frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar.
Bjartur í Sumarhúsum er fremstur í flokki hins sjálfstæða fólks í sögu Laxness,
landnámsmaður sem lítur á sjálfstæðið sem takmark lífsins; hann hefur verið í
vinnumennsku árum saman og alið upp í sér stöðugt sterkari löngun til að verða
sjálfum sér ráðandi og láta ekki á sig ganga. Hann býður hjátrúnni byrginn og
ræðst ásamt lúsugri hundtík sinni á illa ræmda mýrarjörð uppi á heiði, og reisir
þar torfbæ sinn við læk sem grænkar af horblöðku á vorin. Síðar flytur hann þangað
brúði sfna og kindur, en brúðurin er þegar spjölluð af völdum sonar fyrri húsbænda