Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 135
MYNDLIST 125 ekki óslyngari menn en Monet, Sislei, Cezanne og Renoir áttu í hlut, en viðbrögðin andspænis málverkum af nýrri gerð eru hinsvegar svo skyld að ekki verður á milli séð, og engin undur þó maður hallist til teosofiskra skýringa á þeirn fyrirburði, er listagagnrýni Parísarblaða frá 1876 gengur aftur svo til óbreytt í dagblöðum Reykjavíkur árið 1947. — Eg fór að líta eftir því hvort um gæti verið að ræða fleiri franska spámenn á meðal okkar, úr hópi þeirra sem lítils álits hafa notið í föðurlandinu eftir dauðann, og grunur minn um að svo gæti verið styrktist til muna, er mér varð litið á niðurlag ritdóms um Eugene Delacroix, einn stórsnillinga franskrar og evrópskrar málara- listar, en gagnrýnandinn Delécluze birti þessa umsögn árið 1850, eða þá er Delacroix stóð á tindi listar sinnar: ,,— Klessuverk, kæruleysisleg uppköst, hrá undirmálning, einstöku sinnum byrjun sem gefur hugmynd um málverk, án þess nokkuru sinni að verða það.“ Svona línur mundu ekki sóma sér amalega í Landvörn eða Ofeigi, ég tala nú ekki um, ef Jónas frá Hriflu hefði í skotfæri einhvern ámóta karl á lífi eins og Eugene Delacroix, og þyrfti ekki að slíta penna sínum á því að argast í undirrituðum eða öðrum jafn óverðugum; en eitt skilur á milli þeirra Jónasar og Delécluze, sá síðari hefur orðið sér úti um þá þekkingu að vita, að til er það sem kallast undirmálning myndar, en sá vísdómur gæti auðvitað hafa fokið frá honum á ferð- inni yfir Atlantshafið. Annars þykir mér sennilegt, sé Delécluze hér, að hann hafi verið reyndur aftur í Frakklandi áður en sú fullnaðar- ákvörðun var tekin, að koma honum fvrir í fámenni, og hafi þá verið skírður Valensol, en sá maður kemst einna næst því af frönskum gagnrýnendum, að geta verið ritstjóri Ófeigs og Landvarnar. Hann ritaði m. a. í Le Petit Parisien á baráttudögum impressionistanna: .,Málverk Monets og Cezannes eru hlægileg og aumkunarverð, þau afhjúpa botnlausa fávizku hvað snertir teikningu, ,.komposition“ og meðferð lita. Börn sem leika sér með liti og pappír ná betri árangri.“ Engan skyldi undra, ef þetta hefur verið Delécluze upprisinn, þó að hann væri ekki vistaður aftur í ættlandi Delacroix, Cezannes og Monets, heldur settur niður á fjarlægum stað. og að líkindum ætlað að vasast í öðru en listmálum á núverandi tilverustigi, en hvernig sem því er varið, hvort hann er hér sjálfur, eða með öllu horfinn í duftið, eiga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.