Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 137
MYNDLIST
127
Þetta er úrdráttur úr ritgerðum eftir ritstjóra Öfeigs og Landvarn-
ar, sú fyrri er um undirritaðan, en hin síðari fjallar um Septembersýn-
inguna. Engum getur missýnzt um ]iað svipmót sem er með Jónösum
Frakklands og okkar Jónasi, hvað snertir viðhorf til þeirrar listar,
sem á í baráttu. Og eitt er undarlegt í fari ritstjóra Ófeigs og Land-
varnar. Það fara ætíð um hann snöggir kippir, ef einhver minnist á
áhrif frá impressiónistisku stefnunni í verkum viðurkenndustu málara
okkar, eins og hann eigi við höfunda þeirrar stefnu einhverjar óbættar
sakir (frá gamalli tíð?). Annars er það háttur „gagnrýnenda“ af
Jónasar tegund að strjúka sér ástúðlega upp við þá sem hafa hlotið
almenna viðurkenningu, og virðist hann engin undantekning þeirrar
reglu — nema ef impressiónistarnir eiga í hlut.
Rúmsins vegna verða ekki að sinni rakin fleiri dæmi þess óhugnan-
lega skyldleika sem er með franskri fortíðargagnrýni af aumustu teg-
und og nútíma-íslenzkri af sama flokki. En fleiri .,listdómarar“, sem
koma stundum fram í dagblöðum Reykjavíkur, virðast tala úr gröfum
,,fallinna“ franskra kollega en þeir Hannes á horninu og Jónas frá
Hriflu. Eftir er að vita, hvort þennan slæðing muni ekki brátt taka af.
Island er nú í alfaraleið, og því ekki jafn heppilegur staður til að hola
niður útlendum vandræðasálum framliðinna gagnrýnenda, eins og það
gat virzt fyrir hálfri öld.
KRISTJÁN DAVÍÐSSON:
Lítil hugleiðing um niyndlist
Þótt ótrúlegt kunni að virðast er nú svo komið að hér á íslandi er
orðin til myndlist sem stenzt samjöfnuð við myndlist annarra þjóða.
Vakningin, sem átt hefur sér stað, er í nánum tengslum við fjárhags-
afkomu þjóðarinnar og á sér ekki lengri aldur en það, að þeir sem
fyrstir riðu á vaðið og færðu okkur nútírna myndlist eru enn í fullu
fjöri sem slíkir, en það eru þeir Jóhannes Sv. Kjarval, Jón Stefánsson