Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 154

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 154
144 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR en skemmtunar og til að vekja hjá hin- um ungu lesendum hugsun, eftirtekt og skilning. Og þessa lesendur virðist hann þekkja mæta vel. Hann hefur ekki skellt hurðum í lás fyrir heim bemsk- unnar og tekur ekki upp annarlegt mál- far er hann talar við börn. Börn og ung- lingar eru höfuðpersónurnar í bókum hans, en þau lifa þar í raunverulegum heimi innan um fullorðna, í umhverfi nútíma þjóðfélags, þau eiga eins og full- orðnir bæði persónuleg og félagsleg vandamál, eru reyndar oft sjálf sín flóknustu og þyngstu vandamál. Höfuðpersónan í Margt getur skemmtilegt skeð er „vandræðapiltur“ úr Reykjavík sem komið er fyrir á sveitabæ hjá öldruðum hjónum. Hann er vanur að ganga sjálfala á götum í félagsskap drengja sem líkt og hann taka sér margt fyrir, og honum þykir að vonum dauflegt og fábreytt hjá gömlu hjónunum og hefur ekki verið þar mán- uð þegar hann gerir tilraun til að strjúka. Hún mistekst í það sinn en þá gerir hann seinna aðra betur undirbúna sem verður sögurík en heppnast. Menn fá því næst í svip að kynnast heimili hans í Reykjavík. Hann býr þar hjá stjúpu sinni geðveiklaðri, sem hefur allt illt á hornum sér við hann, þolir hann ekki í návist sinni, hefur hrætt hann og flæmt út á götuna; og faðir hans, skipstjóri, er hirðulaus um hann og fer að fortölum hennar og hirtir oft drenginn. Hann á sem sagt ekkert heim- ili eða verra en ekkert, en er sjálfur skapheitur og stórlyndur. Enn er hann sendur á sama bæinn og er þaðan settur í skóla með öðrum bömum. Gengur mjög skrykkjótt framan af, hann sér alls staðar óvini, lendir í illindum við bömin, sérílagi einn piltinn vegna af- brýðisemi út af stúlku á næsta bæ. Stef- án bregður nú skýru Ijósi á þá sálarlegu baráttu sem drengurinn heyr. Hann hef- ur vegna uppeldisins slitnað úr tengsl- um við samfélag sitt, hann er orðinn tipp á móti sjálfum sér, hinu rétta eðlí sínu. Honum er ekki áskapað að veræ slæmur, ekki eðlilegt að standa í illind- um við skólasystkini sín, því síður er hann fæddur til að lenda í þjófnaði eða lögregluhöndum, heldur þjáist hann af þessu sjálfur, finnur ósamræmi sitt við umhverfið, vill undir niðri allt annað en hann gerir. Viðbrögð hans eru sjálfs- vörn, orðin til vegna þess að hann hefur aldrei mætt nema aðkasti sjálfur og hef- ur það fyllt hjarta hans óviðráðanlegri tortryggni. Smátt og smátt tekur hann — í sambúð við góðlynd hjón og böm sem vilja honum vel og umbera bresti hans, því þau rennir grun í orsakir þeirra — sjálfur að breytast og þó ekki algerlega fyrr en athafnaþrá hans fær framrás við ný verkefni. Áður en fyrsti skólaveturinn er liðinn er hann orðinn einn ötulasti áhugamaðurinn í stjóm skólafélagsins, kominn í sátt við um- hverfið og sjálfan sig og farinn sameig- inlega með skólasystkinum sínum að hugsa um nytsamleg félagsleg störf. Stefán heldur í sögunni vel á efni. Hún er viðburðamikil og spennandi. Það vekur einmitt eftirtekt, en er eðli- legt og sýnir skilning höfundar, hve margt gerist í lífi þessa drengs á því tveggja ára tímabili sem sagan nær yfir. Hann á jafnt í stríði út á við sem inn á við, það reynir á hann á margvíslegan hátt, oft sér hann ekkert fram undan, stendur einn uppi, forsmáður af öllum, leitar á flótta út í svartdimma óvissu, hefur eitt sinn falið sig niðri í skipi til að komast undan til útlanda, öðru sinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.