Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 154
144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
en skemmtunar og til að vekja hjá hin-
um ungu lesendum hugsun, eftirtekt og
skilning. Og þessa lesendur virðist hann
þekkja mæta vel. Hann hefur ekki
skellt hurðum í lás fyrir heim bemsk-
unnar og tekur ekki upp annarlegt mál-
far er hann talar við börn. Börn og ung-
lingar eru höfuðpersónurnar í bókum
hans, en þau lifa þar í raunverulegum
heimi innan um fullorðna, í umhverfi
nútíma þjóðfélags, þau eiga eins og full-
orðnir bæði persónuleg og félagsleg
vandamál, eru reyndar oft sjálf sín
flóknustu og þyngstu vandamál.
Höfuðpersónan í Margt getur
skemmtilegt skeð er „vandræðapiltur“
úr Reykjavík sem komið er fyrir á
sveitabæ hjá öldruðum hjónum. Hann
er vanur að ganga sjálfala á götum í
félagsskap drengja sem líkt og hann
taka sér margt fyrir, og honum þykir að
vonum dauflegt og fábreytt hjá gömlu
hjónunum og hefur ekki verið þar mán-
uð þegar hann gerir tilraun til að
strjúka. Hún mistekst í það sinn en þá
gerir hann seinna aðra betur undirbúna
sem verður sögurík en heppnast. Menn
fá því næst í svip að kynnast heimili
hans í Reykjavík. Hann býr þar hjá
stjúpu sinni geðveiklaðri, sem hefur
allt illt á hornum sér við hann, þolir
hann ekki í návist sinni, hefur hrætt
hann og flæmt út á götuna; og faðir
hans, skipstjóri, er hirðulaus um hann
og fer að fortölum hennar og hirtir oft
drenginn. Hann á sem sagt ekkert heim-
ili eða verra en ekkert, en er sjálfur
skapheitur og stórlyndur. Enn er hann
sendur á sama bæinn og er þaðan settur
í skóla með öðrum bömum. Gengur
mjög skrykkjótt framan af, hann sér
alls staðar óvini, lendir í illindum við
bömin, sérílagi einn piltinn vegna af-
brýðisemi út af stúlku á næsta bæ. Stef-
án bregður nú skýru Ijósi á þá sálarlegu
baráttu sem drengurinn heyr. Hann hef-
ur vegna uppeldisins slitnað úr tengsl-
um við samfélag sitt, hann er orðinn
tipp á móti sjálfum sér, hinu rétta eðlí
sínu. Honum er ekki áskapað að veræ
slæmur, ekki eðlilegt að standa í illind-
um við skólasystkini sín, því síður er
hann fæddur til að lenda í þjófnaði eða
lögregluhöndum, heldur þjáist hann af
þessu sjálfur, finnur ósamræmi sitt við
umhverfið, vill undir niðri allt annað
en hann gerir. Viðbrögð hans eru sjálfs-
vörn, orðin til vegna þess að hann hefur
aldrei mætt nema aðkasti sjálfur og hef-
ur það fyllt hjarta hans óviðráðanlegri
tortryggni. Smátt og smátt tekur hann
— í sambúð við góðlynd hjón og böm
sem vilja honum vel og umbera bresti
hans, því þau rennir grun í orsakir
þeirra — sjálfur að breytast og þó ekki
algerlega fyrr en athafnaþrá hans fær
framrás við ný verkefni. Áður en fyrsti
skólaveturinn er liðinn er hann orðinn
einn ötulasti áhugamaðurinn í stjóm
skólafélagsins, kominn í sátt við um-
hverfið og sjálfan sig og farinn sameig-
inlega með skólasystkinum sínum að
hugsa um nytsamleg félagsleg störf.
Stefán heldur í sögunni vel á efni.
Hún er viðburðamikil og spennandi.
Það vekur einmitt eftirtekt, en er eðli-
legt og sýnir skilning höfundar, hve
margt gerist í lífi þessa drengs á því
tveggja ára tímabili sem sagan nær yfir.
Hann á jafnt í stríði út á við sem inn á
við, það reynir á hann á margvíslegan
hátt, oft sér hann ekkert fram undan,
stendur einn uppi, forsmáður af öllum,
leitar á flótta út í svartdimma óvissu,
hefur eitt sinn falið sig niðri í skipi til
að komast undan til útlanda, öðru sinni