Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 157

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 157
UMSAGNIR UM BÆKUR 147 kvæmd og samkennd með þeim sem þjást, gefa verki hans gildi, en stíll hans er hins vegar hvorki litríkur né safamikill; hann sleppur víða of „bill- ega“ frá ldutunum og hefði sýnilega víða verið fær um að gera betur, ef hann hefði beitt sjálfan sig nokkru meiri aga. Einkum fellur hann til tjóns í þá freistni að gera „týpur“ sínar að of miklum „týpum", svo að þær missa veruleikablæ, t. d. Björn, hinn sigldi og þó allt of lítilsigldi sonur banka- stjórans. Stígandi sögunnar er markviss, en þó er nokkur flaustursbragur á niðurlag- inu og síðasta orðið ■— Endir — kem- ur á óvart. Að vísu er þar staðið á vegamótum, en maður vildi þó gjarnan fylgja söguhetjunum spölkorn lengra. Þorst. ValdimaTsson. Sigurður B. Gröndal: Eldvagninn. Skáldsaga. Helgafell, Rvík 1949. Það er einkum tvenns konar fengur í þessari bók. I fyrsta lagi er höfundur veitingaþjónn og hefur þess vegna að- stöðu ti! að sýna lesendum inn á vett- vang, sem þeim flestum er annars ó- kunnur, en er engu að síður girnileg- ur til fróðleiks. Hann gefur okkur inn- sýn í störf veitingaþjónanna, kynnir okkur lífsviðhorf þeirra og hvernig þeir sjá ranghverfu skemmtanalífsins. I öðru lagi — og í því er fólginn megin- styrkur bókarinnar — segir hún okkur baráttusögu ungs manns, sem flytur að vestan til Reykjavíkur til að afla sér menntunar og frama. Ifann er fyrst á snærum föðurbróður síns, en kona hans útvegar honum ungþjónsstöðu í veitingahúsi. Þar er liann um sinn, þó að starfið sé honum þvert um geð, þangað til hann er rekinn fyrir að hnupla sér kjötleifum til að seðja hungur sitt. Þá hefst bóklega námið og síðan baráttan fyrir því að verða listmálari. Sagan er fremur vel byggð. I upp- hafi skiptast á svipmyndir úr hinu nýja umhverfi unglingsins og minning- ar heintan úr sveitinni. Staðhættir eru allir eins ólíkir og frekast má verða, en þó minnir eitt á annað. Skvaldur fólksins í veitingasalnum minnir hann á jarmklið sauðfénaðarins í réttunum lieima. Hann er sjálfur rótlaus í hinu nýja umhverfi, rætur hans standa enn í jarðvegi sveitarinnar. En smám sam- an slitna þessar rætur. Hann er að byrja að skjóta frjóöngum í hinu nýja umhverfi. Astin kemur til hans í líki grannvaxinnar jafnöldru, sem hann hefur séð hlaupa nakta í sjóinn suð- ur í Skerjafirði. Og auk þess getur draumur hans um list aðeins rætzt í borginni. Borgin hefur tekið að sér forystuna í þjóðfélaginu, þó að hún byggi á þeirn grundvelli, sem sveitirn- ar lögðu. Eftir að Brjánn er rekinn úr veitingahúsinu, verða minningarnar heiman úr sveitinni sífellt daufari, þangað til þær að lokum hverfa alveg. En þá hefst baráttan milli ástarinnar og listarinnar, baráttan milli brauð- strits og listsköpunar, baráttan gegn tvískiptingu eða margskiptingu líkams- og sálarorkunnar. Og um sinn .virðist andinn ætla að sigra líkamann, listin ástina. En ennþá er allra veðra von. Brjánn hefur ennþá aðeins komizt í fordvri listarinnar. Þar virðist liann í bókarlok ætla að snúa við. Þær rætur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.